Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2015 08:00 Á lestarstöðinni Keleti í Búdapest hefur fjöldi flóttafólks þurft að vera síðustu daga. Myndin er tekin á lestarstöðinni í gær. Fólkið er fullt af ótta að sögn Höskuldar Kára Schram fréttamanns sem staddur er í Búdapest. vísir/björn einarsson „Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“ Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira
„Heilu fjölskyldurnar, gamalmenni og börn sofa á gólfinu á lestarstöðinni Keleti. Hér er magnað andrúmsloft,“ segir Höskuldur Kári Schram fréttamaður, sem staddur er í Búdapest, um stöðu mála í Ungverjalandi. Flóttamenn streymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær, ýmist með lestum, rútum, bílum eða fótgangandi. Enn bíða þó margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Ríkisstjórn Angelu Merkel lýsti því yfir á dögunum að hún sé reiðubúin að taka á móti miklum fjölda flóttamanna og er það ein ástæða mikils straums flóttafólks þangað. Á BBC segir að um tíu þúsund flóttamenn hafi komist til Þýskalands í gær. „Hundruð manna fóru héðan í gær og maður sér að það er ekki eins mikið af fólki hérna núna eins og var á laugardaginn. Stærsti hluti fólksins sem var hér er farinn. Svo er ekki vitað hvort það komi nýr straumur af flóttafólki hingað.“ Ungverjaland hefur verið miðpunktur í flóttamannastraumnum undanfarið, en flóttafólk frá Miðausturlöndum og Afríku hefur streymt til Evrópu yfir Miðjarðarhaf. Flestir þeirra sem koma til Ungverjalands eru að flýja borgarastyrjöldina í Sýrlandi, sem hefur lagt landið í rúst og kostað þúsundir lífið. Flestir hafa farið í gegnum Tyrkland, Grikkland og Makedóníu á leið sinni. „Ég talaði við um tuttugu flóttamenn hér í dag og allir sem ég talaði við komu frá Sýrlandi eða Afganistan og voru að flýja stríðsátök.“ Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa rúmlega 50.000 flóttamenn komið til Ungverjalands undanfarinn mánuð. Keleti-lestarstöðin komst í heimsfréttirnar í síðustu viku eftir að henni var lokað fyrir flóttamönnum af yfirvöldum í tvo daga. Yfirvöld í Ungverjalandi hafa verið sökuð um mikla harðneskju í garð flóttamanna en lögreglumenn hafa fengið auknar heimildir til valdbeitingar. Höskuldur segir fólkið á lestarstöðinni Keleti vera fullt af ótta. „Fólkið hérna bíður bara milli vonar og ótta. Þau vita ekkert hvort þau séu að fara að hefja nýtt líf í Þýskalandi eða hvort þau verði send aftur til baka. Fólkið hefur engin réttindi, ekkert vegabréf og vill alls ekki snúa aftur til heimalandsins,“ segir Höskuldur um ástandið á lestarstöðinni. „Fólkið er þó ekki hungrað og hafa íbúar Búdapest komið með matargjafir. Fólkið er þó á vergangi og er því ekki hreint. Það hefur þurft að vera í sömu fötunum í langan tíma. Þó eru einhverjir útikranar hérna sem fólk getur notað til þess að þrífa sig. Sú aðstaða er þó takmörkuð.“ Um hundrað og sextíu sjálfboðaliðar fóru á einkabílum frá Vínarborg til Búdapest í gær þar sem þeir sóttu flóttafólk og keyrðu það til Austurríkis eða Þýskalands. Sjálfboðaliðarnir segja átakið viðbrögð við ákvörðun ungverskra stjórnvalda um að loka lestarleiðum til vesturhluta Evrópu vegna ásóknar þúsunda flóttamanna. „Svo eru sögusagnir hérna um að það sé verið að fara að auka öryggisgæslu á landamærum Austurríkis og hætta að hafa þau opin fyrir flóttamönnum.“
Flóttamenn Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Sjá meira