Íslendingar bregðast við kalli Eyglóar: „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 30. ágúst 2015 15:58 Hjálpa þarf flóttafólki að aðlagast samfélaginu á ýmsan máta. Vísir/EPA/Facebook Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér. Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar brugðist kalli Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra en hún segir það grundvallast á því hversu mikið hinn almenni Íslendingur er tilbúinn til þess að leggja á sig hversu mörgum flóttamönnum landið getur tekið á móti. Þetta sagði hún í Sprengisandi í morgun. Bryndís Björgvinsdóttir stofnaði eftir viðtalið við Eygló Facebook-viðburðinn: „Kæra Eygló Harðar – Sýrland kallar“ í því skyni að sýna stjórnvöldum að vilji sé meðal almennings að taka á móti enn fleiri flóttamönnum á Sýrlandi en hefur verið rætt um. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka á móti fimmtíu flóttamönnum en stjórnvöld hafa verið hvött til að hækka þá tölu umtalsvert.Sjá einnig: Velferðarráðherra vill ekki setja hámarkstölu á fjölda flóttafólks til ÍslandsEygló Harðardóttir segir ríkisstjórnina skoða möguleikana á því að taka við fleiri flóttamönnum en 50.Fréttablaðið/ErnirÍ viðburðinum óskar Bryndís eftir dvalar- og atvinnuleyfi ásamt kennitölu og helstu mannréttindum fyrir fimm Sýrlendinga. „Ég veit um mann sem getur hýst þá og gefið þeim að borða en ég skal borga undir þá flugið og kynna þá fyrir landi og þjóð. Í blöðunum segir að Íslendingar geti hugsað sér að taka á móti 50 Sýrlendingum en með þessu yrðu þeir 55,“ skrifar Bryndís.Munum aldrei geta sagt „þitt líf er minna virði en mitt líf“ Í viðburðinum er fólk ekki aðeins hvatt til þess að sýna að það sé tilbúið til að leggja hönd á plóg heldur er einnig kallað eftir hugmyndum um hvernig Íslendingar geta aðstoðað allan þann fjölda flóttamanna sem flýja nú stríðshrjáð heimalönd sín. Í síðasta mánuði komu 107 þúsund flóttamenn yfir landamæri Evrópulanda sem er met. „Flóttamenn eru mannauður, reynsla og hæfileikar. Flóttafólk er framtíðarmakar okkar, bestu vinkonur, næsti sálufélagi, trommarinn í hljómveit barnanna okkar, næsti samstarfsmaður, ungfrú Ísland 2022, smiðurinn sem tekur baðherbergið loksins í gegn, kokkurinn í mötuneytinu, slökkviliðsmaður, hakkari og þáttastjórnandi. Fólk sem við eigum aldrei eftir að geta sagt við í framtíðinni: „Þitt líf er minna virði en mitt líf.“ En af hverju látum við samt eins og svo sé?“ segir í viðburðinum. Þar hafa fjölmargir íbúar hér á landi sagst vilja hjálpa til. „Sæl, ég heiti Unnur og er framhaldsskólakennari og aðjúnkt við HÍ. Ég er til í að kenna ungmennum í sjálfboðastarfi #þettaskaléggera,“ skrifar Unnur Gísladóttir. „Ég get gefið fullt af barnafötum, barnabækur, taubleiur og ýmsa barnavöru. Ég get líka verið með listasmiðju fyrir börnin og gefið málningu og annað efni í það,“ skrifar Bergrún Íris Sævarsdóttir. „Kæra Eygló Harðar. Èg býð mig fram til þess að hýsa 1-2 fjölskyldur frá Sýrlandi á heimili mínu. Ég óska hér með eftir landvistarleyfum, kennitölum og öllu því sem innflytjendur þurfa til þess að teljast gjaldgengir ríkisborgarar hér á landi. Með þessu vil ég hækka tölu flóttamannanna sem Ísland tekur á móti um sem nemur 1-2 fjölskyldum. Með samvinnu trúi ég að við getum gefið fleiri Sýrlendingum nýja og bjartari framtíð,“ skrifar Lukka Sigurðardóttir. Viðburðinn má sjá hér.
Flóttamenn Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56 Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15 „Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13 Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðavogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. 29. ágúst 2015 21:56
Flóttamannavandinn og ábyrgð Evrópu útskýrð á mannamáli á þremur mínútum Hans Rosling útskýrir flótta milljóna Sýrlendinga og hvernig Evrópa bregst við í vel framsettri þriggja mínútna kynningu. 29. ágúst 2015 23:15
„Skammarlega lítið“ að taka á móti 50 flóttamönnum Vinstri grænir hafa óskað eftir fundi í allsherjarnefnd vegna flóttamannavandans. 29. ágúst 2015 15:13
Flúði til Íslands frá Króatíu fyrir 20 árum: "Það sem fólk lætur útúr sér gerir mig virkilega sorgmædda“ Jovana Schally, kona á þrítugsaldri, kom hingað til lands þegar hún var aðeins sjö ára gömul eftir að hafa flúið Króatíu ásamt fjölskyldu sinni þegar stríð braust þar út. 30. ágúst 2015 12:24
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent