Pedro varaður við harðstjóranum Van Gaal og hætti við að koma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2015 10:30 Pedro Rodríguez með Andrés Iniesta. Vísir/Getty Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London. Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Spænski framherjinn Pedro gekk í gær frá fjögurra ára samningi við Chelsea en þessi þessi þróun mála kom mörgum á óvörum því allt leit út fyrir að Pedro væri á leiðinni til Manchester United. Chelsea náði hinsvegar samkomulagi við Barcelona og borgar spænska félaginu 21,3 milljónir punda fyrir þennan 28 ára sóknarmann sem hefur verið í stóru hlutverki hjá Barcelona undanfarin ár. Leið Pedro Rodríguez lá í ensku úrvalsdeildina og enskir og spænskir miðlar hafa mikið skrifað um væntanleg félagsskipti hans til Manchester United. Það varð þó ekkert af því. Pedro Rodríguez hætti við á síðustu stundu að vilja fara til Manchester United og enska blaðið Daily Mail segir ástæðuna vera slæmar sögur af harðstjóranum Louis van Gaal, knattspyrnustjóra Manchester United. Meðferð Louis van Gaal á markverðinum Victor Valdes, fyrrum liðsfélaga Pedro hjá Barcelona, átti því væntanlega mikinn þátt í því að Pedro er á leiðinni á Stamford Bridge en ekki á Old Trafford.Sjá einnig:Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Victor Valdes á enga framtíð lengur á Old Trafford eftir að Louis van Gaal sakaði hann um að neita að spila með varaliði félagsins. Það er líka annar spænskur markvörður sem hefur fengið að kenna á harðstjóranum Van Gaal en það er spænski landsliðsmarkvörðurinn David De Gea. David De Gea og Pedro þekkjast vel frá landsliðinu. De Gea hefur barist fyrir því að komast til Real Madrid en félögin hafa ekki náð saman og Van Gaal ákvað að henda spænska markverðinum út úr hóp fyrir fyrsta leik tímabilsins og hann hefur ekki fengið að vera með síðan.Sjá einnig:David De Gea spilar ekki fyrir Man Utd fyrr en glugginn lokar Daily Mail segir að hlutirnir hafi byrjað að gerjast á sunnudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talaði sjálfur við Pedro eftir 3-0 tapið á móti Manchester City og þá hvatti Cesc Fabregas landa sinn og fyrrum liðsfélaga í Barcelona að koma til sín í London.
Enski boltinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30 Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59 Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22 Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45 Líklega síðasti leikur Pedro með Barcelona Pedro vill fara til Man. Utd. 11. ágúst 2015 22:23 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Fleiri fréttir Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Sjá meira
Stoichkov: Van Gaal er að eyðileggja Manchester United Hristo Stoichkov ber Louis Van Gaal ekki vel söguna en hann segir Hollendinginn vera meðalmann, rétt eins og hann var meðalgóður leikmaður. 11. ágúst 2015 12:30
Pedro búinn að ná samkomulagi við Man. Utd Sky Sports greinir frá því nú í morgun að samningar hafi tekist á milli spænska knattspyrnumannsins Pedro og Man. Utd. 18. ágúst 2015 07:59
Torres: Viss um að Pedro muni aðlagast enska boltanum vel Fernando Torres segir að spænski framherjinn Pedro hafi alla burði til þess að slá í gegn á Englandi en hann virðist vera á förum til Englands frá spænska stórveldinu Barcelona. 13. ágúst 2015 07:22
Manchester City blandar sér í baráttuna um Pedro Spænski framherjinn er eftirsóttur biti en Manchester-liðin sem og Chelsea eru á höttunum eftir þessum lunkna framherja. 11. ágúst 2015 18:45