Úr Hljómskálagarðinum til Hríseyjar með einkaflugi Gunnar Leó Pálsson skrifar 22. ágúst 2015 08:00 Bibbi leggur mikið á sig fyrir Mannakjöt. „Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina. Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Það er svona að þurfa að vera á tveimur stöðum í einu. Ljótu hálfvitarnir eru í tveggja vikna úthaldi í Hrísey að taka upp plötu og hér má engan tíma missa,“ segir Snæbjörn Ragnarsson, betur þekktur sem Bibbi í Skálmöld sem staddur er í Hrísey. Hann mun þurfa að fljúga til Reykjavíkur á morgun þegar hann leikur með nýju hljómsveitinni sinni Mannakjöti í Hljómskálagarðinum í Garðpartýi Bylgjunnar. Þegar þeir tónleikar eru búnir er áætlunarflug norður hætt en hann getur ekki beðið til sunnudags og mun því flugvél bíða eftir honum á Reykjavíkurflugvelli og fljúga honum beint til Hríseyjar. „Þetta er inn-út aðgerð, út úr flugvélinni, í skikkjuna, á svið, upp í vél aftur og beint í upptökur. Svo er bara að vona að Skálmöld ætli ekki að gera eitthvað á sama tíma. Og svo er ég alveg laflaus. Ef einhvern vantar meðlim í hljómsveit má hann eða hún bara hafa samband. Eða ekki,“ segir Bibbi og skellihlær.Hljómsveitin Mannakjöt er skipuð kanónum úr íslensku tónlistarlífi og sendi hún frá sér sitt fyrsta lag fyrir skömmu en það heitir Þrumuský. Lagið er eftir Valgeir Magnússon, sem er betur þekktur sem Valli Sport, Pétur Guðmundsson og Örlyg Smára. Heiðar Örn Kristjánsson úr Botnleðju, Óttarr Proppé úr Ham, Örlygur Smári, Sæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Guðni Finnsson úr Ensími, Valli Sport og Aron Baron skipa sveitina.
Tengdar fréttir Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30 Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00 Mest lesið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Djöfullinn klæðist Prada á ný Bíó og sjónvarp Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Lífið Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Fá útrás fyrir búningablætið Hljómsveitin Mannakjöt sem skipuð er kanónum úr íslensku tónlistarlífi sendir frá sér sitt fyrsta lag í dag. 27. júlí 2015 09:30
Hljómsveitin Mannakjöt spilar á Gay Pride | Rosaleg búningamátun fest á filmu Hljómsveitin Mannakjöt mun koma fram á tónleikum við Arnarhól á morgun en tilefnið er Gleðigangan sjálf. 7. ágúst 2015 13:00