Korpa komin í 250 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2015 10:00 Litla perlan í Reykjavík eins og hún er oft nefnd er búin að gefa 250 laxa í sumar. Þessi litla netta á er alveg sjáfbær og hefur verið nokkuð jöfn veiði í henni undanfarin ár en meðalveiðin síðustu ár frá árínu 1974 eru 296 laxar og það er líklegt að áin verði nálægt því í sumar verði hún sæmilega stunduð það sem eftir lifir tímabilsins. Mesta veiðin var árið 1988 sem var metsumar mjög víða á suður og vesturlandi en þá veiddust 709 laxar í ánni. Aðeins er veitt á tvær stangir og nokkuð algengt er að þeir sem þekkja ánna vel nái þeim kvóta á skömmum tíma. Dæmi um það er frásögn veiðimanns sem átti dag við ánna í júlí en hann náði 4 löxum í 6 rennslum um ánna og staldraði því frekar stutt við þann daginn en hann hefur hingað til aðeins veitt á maðk. Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði
Litla perlan í Reykjavík eins og hún er oft nefnd er búin að gefa 250 laxa í sumar. Þessi litla netta á er alveg sjáfbær og hefur verið nokkuð jöfn veiði í henni undanfarin ár en meðalveiðin síðustu ár frá árínu 1974 eru 296 laxar og það er líklegt að áin verði nálægt því í sumar verði hún sæmilega stunduð það sem eftir lifir tímabilsins. Mesta veiðin var árið 1988 sem var metsumar mjög víða á suður og vesturlandi en þá veiddust 709 laxar í ánni. Aðeins er veitt á tvær stangir og nokkuð algengt er að þeir sem þekkja ánna vel nái þeim kvóta á skömmum tíma. Dæmi um það er frásögn veiðimanns sem átti dag við ánna í júlí en hann náði 4 löxum í 6 rennslum um ánna og staldraði því frekar stutt við þann daginn en hann hefur hingað til aðeins veitt á maðk.
Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði