Kínakrisa á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 26. ágúst 2015 12:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira