Bjarni Benediktsson: Íslensk stjórnvöld hljóti að bregðast við neyðarástandi í málefnum flóttamanna Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 29. ágúst 2015 21:56 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi. Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að Ísland þurfi að rétta fram hjálparhönd í þeirri neyð sem flóttamenn búa við í Evrópu og á landamærum Evrópusambandsins. Hann segir fylgjandi því að Íslendingar geri meira en gert er núna. Átakanleg neyð flóttamanna sem flýja stríð og hörmungar og koma að læstum dyrum víða í Evrópu hefur hreyft við fólki. Það má segja að venjulegir borgarar í álfunni séu að vakna upp við vondan draum. Hryllilegt ástand Fimm þúsund Íslendingar hafa skráð sig á Facebook síðu þar sem skorað er á stjórnvöld að taka við fimmþúsund flóttamönnum en ekki fimmtíu á næstu tveimur árum eins og fyrirhugað er. Og fleiri og fleiri stíga fram og gagnrýna fremur rýrt framlag Íslands. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vísir/Pjetur Bjarni Benediktsson segir að það sé hryllilegt að horfa á ástandið í Evrópu og við landamæri álfunnar. Íslensk stjórnvöld hljóti að skoða hvað sé hægt að gera til að koma til aðstoðar. Það sé neyðarástand og það þurfi að skoða hvað við getum gert. Höfum fylgt varfærinni stefnu Til að standa jafnfætis Svíþjóð í móttöku flóttamanna, miðað við höfðatölu, ættum við að taka við um 1600 kvótaflóttamönnum á ári. Frá árinu 2012 hafa hinsvegar komið um tíu á ári að meðaltali. Bjarni segir að stjórnvöld hafi fylgt fremur varfærinni stefnu en hún eigi kannski ekki við í því ástandi sem sé núna. „Málið er ekki á mínu forræði en ég mun styðja það að við réttum út hjálparhönd vegna þessa neyðarástands,“ segir hann. Hann segir að Svíar hafi lent í vandræðum útaf sinni stefnu og hinum mikla fjölda flóttamanna og átök um stefnu í málefnum flóttamanna sé að valda straumhvörfum í pólitíkinni. Það sé algerlega óraunhæft að taka við sextánhundruð flóttamönnum en við verðum hinsvegar að bregðast við þeirri neyð sem sé uppi.
Flóttamenn Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira