Þessir eru taldir líklegastir til að hreppa útnefningu Repúblikana Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2015 15:47 Donald Trump mælist nú með mest fylgi meðal þeirra sem bjóða sig fram til að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins. Vísir/AFP „Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
„Augljósa vandamálið við það að raða þeim 10 líklegustu til að hreppa útnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar er hægt að draga saman í tvö orð: Donald Trump.“ Á þessum orðum hefst pistill blaðamannsins Chris Cillizza hjá Washington Post sem hefur sérhæft sig í umfjöllun um málefni Hvíta hússins og forsetaembættisins vestanhafs. Í pistlinum rekur hann niðurstöður könnunar sem hann lagði fyrir fimm nafntogaða ráðgjafa í repúblikanaflokkum sem eiga það sameigninlegt að starfa ekki fyrir einhvern þeirra 17 frambjóðenda sem hafa gefið kost á sér fyrir komandi forval flokksins. Skemmst er frá því að segja að ráðgjafarnir telja Donald Trump ekki líklegastan til að hljóta útnefninguna, þrátt fyrir að hann hafi leitt í öllum könnunum sem gerðar hafa verið á síðustu misserum. Til að mynda var með 19 prósent fylgi í nýjustu könnun blaðsins Wall Street Journal sem birt var í dag, fjórum prósentum meira en Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. Talið er að landsþing Repúblikanaflokksins muni fara fram í júní á næsta ári þó svo að nákvæm dagsetning liggi ekki fyrir að svo stöddu. Hér að neðan má sjá þá sem ráðgjafarnir telja líklegasta, í öfugri röð. 10. Ben Carson, barnaskurðlæknir frá Detroit í Michigan. 9. Chris Christie, ríkisstjóri New Jersey. 8. Rand Paul, þingmaður frá Kentucky. 7. Mick Huckabee, fyrrverandi ríkisstjóri Arkansas. 6. Ted Cruz, öldungadeildarþingmaður frá Texas.Jeb Bush, sonur og bróðir fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, er talinn líklegastur af ráðgjöfunum.vísir/epa5. John Kasich, ríkisstjóri Ohio. 4. Donald Trump, auðkýfingur. 3. Scott Walker, ríkisstjóri Wisconsin. 2. Marco Rubio, öldungadeildarþingmaður frá Florida. 1. Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri Florida. Ráðgjafarnir telja Bush líklegastan til að hreppa útnefninguna meðal annars vegna þess að „á síðustu sex vikum hefur þessi fyrrverandi ríkisstjóri Florida í auknum mæli litið út eins og sá fullorðni í herberginu,“ eins og Cillizza kemst að orði. Hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa stuðningsmenn sína til Trumps enda muni þeir aldrei kjósa auðkýfinginn, ekki frekar en að stuðningsmenn Trump muni kjósa son fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur Bush safnaði ótrúlegum upphæðum í kosningabaráttunni, alls um 114 milljónum dala, sem mun gera honum kleift að halda sér í baráttunni eins lengi og hann vill.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira