150 laxa dagar í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2015 14:30 Tveir laxar þreyttir á sama tíma í Djúpós í Ytri Rangá Veiðin í Ytri Rangá hefur verið afskaplega góð í sumar en áin átti sem kunnugt er bestu opnun sína á þessu ári. Það var mikil von í staðarhöldurum við Ytri Rangá strax eftir góða opnun sem gaf hátt í 40 laxa fyrsta daginn og mest af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin hefur svo verið stígandi síðan og í lok júlí voru bestu dagarnir að gefa hátt í 130 laxa. Besti tíminn í ánni hefur yfirleitt verið frá lokum júlí og inní september svo áin á nóg inni. Heildarveiðin í henni til þessa er 2415 laxar sem er um 800 löxum betra en á sama tíma árið 2013 sem var gott ár í ánni. Alls veiddust 3063 laxar í fyrra og miðað við gang mála núna nær hún því um helgina og líklega gott betur. Þegar tölurnar eru bornar saman við veiði fyrri ára er þetta nálægt því sem það var árið 2009 en það ár veiddust 10.749 laxar í ánni. Það er eingöngu veitt á flugu fram í september en þá fer bæði maðkur og spónn af stað. Fyrstu maðkahollin ná yfirleitt 200 löxum eða meira á dag fyrstu dagana og dæmi eru um að fyrstu fjórar vikurnar í góðum gangi í ánni í ágústmánuði skili um 1000 hver vika og þá er allur september eftir. Góðar göngur eru ennþá í ánna og þær standa yfirleitt fram í miðjan september þegar það dregur úr þeim en það er engu að síður vel þekkt að laxinn er að ganga í Ytri Rangá alveg fram í lok október. Það er erfitt að skjóta á hvaða tölu áin gæti skilað en 7-8000 laxar á land í sumar er kannski ekkert óraunhæf tala. Mest lesið Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði
Veiðin í Ytri Rangá hefur verið afskaplega góð í sumar en áin átti sem kunnugt er bestu opnun sína á þessu ári. Það var mikil von í staðarhöldurum við Ytri Rangá strax eftir góða opnun sem gaf hátt í 40 laxa fyrsta daginn og mest af því var vænn tveggja ára lax. Veiðin hefur svo verið stígandi síðan og í lok júlí voru bestu dagarnir að gefa hátt í 130 laxa. Besti tíminn í ánni hefur yfirleitt verið frá lokum júlí og inní september svo áin á nóg inni. Heildarveiðin í henni til þessa er 2415 laxar sem er um 800 löxum betra en á sama tíma árið 2013 sem var gott ár í ánni. Alls veiddust 3063 laxar í fyrra og miðað við gang mála núna nær hún því um helgina og líklega gott betur. Þegar tölurnar eru bornar saman við veiði fyrri ára er þetta nálægt því sem það var árið 2009 en það ár veiddust 10.749 laxar í ánni. Það er eingöngu veitt á flugu fram í september en þá fer bæði maðkur og spónn af stað. Fyrstu maðkahollin ná yfirleitt 200 löxum eða meira á dag fyrstu dagana og dæmi eru um að fyrstu fjórar vikurnar í góðum gangi í ánni í ágústmánuði skili um 1000 hver vika og þá er allur september eftir. Góðar göngur eru ennþá í ánna og þær standa yfirleitt fram í miðjan september þegar það dregur úr þeim en það er engu að síður vel þekkt að laxinn er að ganga í Ytri Rangá alveg fram í lok október. Það er erfitt að skjóta á hvaða tölu áin gæti skilað en 7-8000 laxar á land í sumar er kannski ekkert óraunhæf tala.
Mest lesið Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Langá opnaði í morgun með 13 löxum á 3 tímum Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði