Ólöf Nordal vill afnema mannanafnalög Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. ágúst 2015 11:51 Ólöf Nordal hefur sterka skoðun á hlutverki mannanafnanefndar. Hún segir umræðuna oft á villigötum enda fari nefndin einfaldlega að lögum. Lögunum vill hún hins vegar breyta. Vísir/Valli Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“ Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra vill afnema mannanafnalög. Frumvarp er í smíðum í ráðuneytinu sem mun þó líklega ekki ganga svo langt. Ráðuneytið gerði könnun til að kanna viðhorf fólks til mannanafnanefndar og þeirra laga sem nefndin vinnur eftir. Vill meirihluti fólks rýmka reglurnar. „Helst af öllu vil ég afnema mannanafnalög,“ segir Ólöf um þá vinnu sem verið hefur í gangi. Hún segist lengi hafa verið þeirrar skoðunar að endurskoða þurfi lögin. „Ég held að það eigi að vera þannig að foreldrar eigi að ákveða sjálfir hvað börnin þeirra eigi að heita.“Ólöf var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Hvað ef foreldrar vilja skíra barnið Satan? Það sem helst virðist standa í vegi fyrir því að fólk vilji ganga jafnlangt og Ólöf er varnaglinn að fólk geti ekki nefnt börn sín nöfnum sem geti komið þeim illa. Hvað ef foreldrar ákveða að skíra barn sitt Satan? Ólöf spyr á móti hvort sömu foreldrum sé þá treystandi til að ala upp börnin sín. Eiga þau ekki alltaf að hafa hag barnanna að leiðarljósi? Önnur lög, svo sem barnalög, gætu komið til kastanna ef þannig mál kæmu upp.Blær Bjarkadóttir og Björk Eiðsdóttir fóru alla leið fyrir dómstóla.Ólöf nefnir til sögunnar fjölmörg mál sem vakið hafa athygli hennar og annarra hér á landi undanfarin misseri. Stúlkunafnið Blær fékkst loks samþykkt eftir að hafa farið alla leið fyrir héraðsdóm og svo er nærtækt dæmi hin unga Harriet sem fær ekki vegabréf hér á landi vegna nafns síns. Þótt Ólöf vilji ekki ræða einstök dæmi finnist henni afar skrýtið að ekki megi skíra börn nafni úr menningarheimi foreldra. Íslendingum þætti væntanlega skrýtið ef þeir fengju ekki að skíra börnin í höfuðið á foreldrum sínum væru þau búsett erlendis.Harriet og Duncan Cardew hafa heitið stúlka og drengur Cardew í Þjóðskrá frá fæðingu.vísir/daníelVernda íslenskuna Aðspurð um samanburð við nágrannalöndin segir Ólöf það vera í skoðun. Hún telur lög sambærileg þeim sem mannanafnanefnd vinnur eftir ekki þar að finna. „Rótin hjá okkur er að vernda íslenska tungu enda erum við svo lítið málssvæði. Mér finnst að við eigum að gera það. En mannanöfn eru kannski ekki lykilatriði.“ Ólöf ætlar að leggja fram frumvarp í haust og ítrekar sjálf að hún vilji helst afnema lögin. Hún er þó efins um að svo róttækt frumvarp næði í gegnum þingið. Hún minnir á að Óttar Proppe, þingmaður Bjartrar framtíðar, hafi lagt fram frumvarp á síðasta þingi sem hafi ekki verið afgreitt. Um sé að ræða sameiginlegt áhugamál sem þau Óttar ræði oft. „Í því frumvarpi var ekki skrefið gengið til fulls þótt veruleg rýmkun hafi verið á ferðinni.“
Tengdar fréttir Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00 Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36 Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08 Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Fær ekki vegabréf því að hún heitir Harriet Kæra foreldra Harrietar Cardew til innanríkisráðuneytisins er óafgreidd ári eftir að hún barst. 27. júní 2015 07:00
Má ekki heita Alex Emma: „Þurfum að borga þar til við finnum nafn sem ríkinu þóknast“ Þjóðskrá rukkar foreldra tveggja ára stúlku um dagsektir eftir að nafnabeiðni þeirra var hafnað. 9. mars 2015 21:36
Líam Góði Kvasisson nú gott og gilt nafn Mannanafnanefnd hefur samþykkt beiðni um eiginnöfnin Líam, Góði, Kvasir og Tíalilja en hafnaði nöfnunum Prinsessa, Gail og Ethan. 26. maí 2015 12:08