112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 14:54 Mynd: Björn Kr. Rúnarsson Vatnsdalsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að gefa rígvæna hænga þegar líður á sumarið. Það er engin breyting Þar á þessu sumri en stærsti laxinn sem vitað er um hingað til kom þar á land í gær og vó ferlíkið 13.5 kíló í háfnum sem teygir hann hátt í 30 ensk pund. Laxinn sem var hængur var mældur 112 sm. Þetta er svo vitað sé til langstærsti laxinn í sumar en nokkrir yfir meterinn eru þó komnir á land úr nokkrum ánum. Veiðimaðurinn er Sturla Birgisson og veiðistaðurinn Hnausastrengur en sá staður hefur í gegnum tíðina verið þekktur sem einn besti stórlaxastaður landsins. Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið ágæt í sumar en fór þó hægt af stað vegna kulda og vatnsmagns en það hefur þó fallið til betri vegar síðustu daga. Heildarveiðin í ánni það sem ef er sumri var 590 laxar á miðvikudaginn í síðstu viku og hefur dagsveiðin síðan verið góð. Í fyrra skilaði áin 765 löxum á þurrt og það er nokkuð klárt mál að áin á eftir að fara vel yfir þá tölu enda er nóg eftir af veiðitímanum og ennþá lax að ganga. Mest lesið Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði
Vatnsdalsá hefur í gegnum tíðina verið þekkt fyrir að gefa rígvæna hænga þegar líður á sumarið. Það er engin breyting Þar á þessu sumri en stærsti laxinn sem vitað er um hingað til kom þar á land í gær og vó ferlíkið 13.5 kíló í háfnum sem teygir hann hátt í 30 ensk pund. Laxinn sem var hængur var mældur 112 sm. Þetta er svo vitað sé til langstærsti laxinn í sumar en nokkrir yfir meterinn eru þó komnir á land úr nokkrum ánum. Veiðimaðurinn er Sturla Birgisson og veiðistaðurinn Hnausastrengur en sá staður hefur í gegnum tíðina verið þekktur sem einn besti stórlaxastaður landsins. Veiðin í Vatnsdalsá hefur verið ágæt í sumar en fór þó hægt af stað vegna kulda og vatnsmagns en það hefur þó fallið til betri vegar síðustu daga. Heildarveiðin í ánni það sem ef er sumri var 590 laxar á miðvikudaginn í síðstu viku og hefur dagsveiðin síðan verið góð. Í fyrra skilaði áin 765 löxum á þurrt og það er nokkuð klárt mál að áin á eftir að fara vel yfir þá tölu enda er nóg eftir af veiðitímanum og ennþá lax að ganga.
Mest lesið Mikið vatn gerir veiðimönnum ennþá erfitt fyrir Veiði Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Laxinn mættur í Elliðaárnar Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Sex rjúpur á hvern veiðimann Veiði Skyttur fjölmenntu á fjöll í gær Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Frábær veiði við opnun á Litluá Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði