77 raddir Óskar Steinn Ómarsson skrifar 22. júlí 2015 08:43 Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Sharidyn Svebakk-Bøhn var nýorðin 14 ára. Hún hafði gaman af stjórnmálum og þann 22. júlí árið 2011 var hún mætt í sínar fyrstu sumarbúðir hjá AUF, ungum jafnaðarmönnum í Noregi. Útey var sannkölluð paradís í augum ungmennanna en á augabragði breyttist hún í helvíti á jörð. Sharidyn var skotin tvisvar sinnum í bakið af öfgamanninum Anders Behring Breivik. Þennan dag myrti Breivik 77 manns í tveimur aðskildum árásum. Átta fórust í sprengjutilræði hans við stjórnarráð Noregs í miðborg Oslóar. Þar næst keyrði Breivik til Úteyjar þar sem hann tók 69 ungmenni af lífi. Í réttarhöldunum sagðist hann hafa verið að verja Noreg gegn svikurum. Svikurum sem væru að fremja menningarlegt þjóðarmorð. Í augum Breiviks voru ungmennin í Útey að eyðileggja norskt þjóðfélag. Breivik vildi varðveita evrópska menningu. Hann lagði áherslu á “menningarlega einsleitni, siðferði, kjarnafjölskylduna, frjálsan markað, stuðning við Ísrael, lög og reglu og kristna trú,” eins og segir í manifestói hans. Þessi gildi áttu að vera Evrópu að leiðarljósi. Í veginum fyrir þessum draumi hans stóðu “menningarmarxistarnir”, 14 til 20 ára ungliðar norska Verkamannaflokksins. Svo hann skaut þá. Breivik er ekki einn um þessar skoðanir. Það er í raun ógnvænlegt hversu mikið viðhorf hans ríma við orðræðu margra þeirra sem berjast gegn “íslamvæðingu Evrópu”, bæði á meginlandi álfunnar og hér heima. Á sama tíma og neyð flóttamanna við Miðjarðarhaf hefur aldrei verið meiri fer hatursglæpum gegn múslimum og öðrum innflytjendum fjölgandi víða í Evrópu. Dæmi eru um að íslenskir stjórnmálamenn tortryggi múslima og yfir þrjú þúsund manns hafa líkað við Facebook-síðu íslandsdeildar PEGIDA, alþjóðlegra haturssamtaka gegn múslimum. Þetta ætti að vekja ugg í brjósti okkar allra. Svar Norðmanna við árásunum var meira lýðræði, meira umburðarlyndi og meiri víðsýni. Við sem viljum berjast fyrir opnu og frjálsu samfélagi þurfum alltaf að vera á varðbergi, því hatursorðræða getur fljótt leitt af sér hatursglæpi og hryðjuverk. Við megum aldrei leyfa öfgafólki að normalísera hatursorðræðu. Þann 22. júlí þaggaði Breivik niður í 77 röddum. Svar okkar verður að vera að virkja okkar eigin raddir í þágu frelsis, lýðræðis og víðsýni. Það eru gildi sem eru þess virði að verja.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar