Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 13:24 Þorsteinn Halldórsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. vísir/valli Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki