Rússar beita neitunarvaldi gegn því að sérstökum MH17-dómstól verði komið á Atli Ísleifsson skrifar 29. júlí 2015 21:29 Atkvæðagreiðsla í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrr í dag. Vísir/AFP Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru. MH17 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Rússlandsstjórn hefur beitt neitunarvaldi gegn tillögu öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að koma á alþjóðlegum dómstól til að draga þá sem grunaðir eru um að hafa skotið MH17 niður síðasta sumar til ábyrgðar. Ellefu af þeim fimmtán ríkjum sem sæti eiga í öryggisráðinu greiddu atkvæði með tillögu malasískra, ástralskra, hollenskra, úkraínskra og belgískra stjórnvalda. Kína, Angóla og Venesúela sátu hjá þegar greitt var atkvæði. Til að tillaga nái fram að ganga í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þurfa að minnsta kosti níu ríki að greiða atkvæði með tillögunni, auk þess að ekkert fastaríkjanna fimm má greiða atkvæði gegn henni. Rússar, Bandaríkjamenn, Kínverjar, Frakkar og Bretar eiga fast sæti í ráðinu.298 fórust MH17, vél malasíska flugfélagsins Malaysia Airlines, var skotin niður í austurhluta Úkraínu í júlí 2014 og fórust allir 298 um borð. Um tveir þriðju farþeganna voru Hollendingar. Julie Bishop, utanríkisráðherra Ástralíu, segir að þeir ábyrgu haldi mögulega að þeir geti falið sig á bakvið neitunarvald Rússa, en þeir muni ekki komast upp með árásina. 39 farþeganna voru Ástralir.Leita annarra leiðaÍ frétt Reuters kemur fram að Bishop segi að Ástralía, Holland, Malasía, Belgía og Úkraína munu nú leita annarra leiða til að tryggja það að árásarmennirnir verði dregnir til ábyrgðar. Úkraínumenn og Vesturveldin saka aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem eru á bandi Rússlandsstjórnar, um árásina og að þeir hafi notast við rússneskar eldflaugar. Rússlandsstjórn hafnar þessu. Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu þjóðunum, segir að ákvörðun Rússa að beita neitunarvaldi muni ekki koma í veg fyrir rannsakað og að þeir ábyrgu sæti ákæru.
MH17 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira