Fljótlegasta leiðin til að misbjóða Íslendingi Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. júlí 2015 10:55 Vonandi hafa þessir gestir sundlaugarinnar á Akureyri baðað sig rækilega áður en þeir stungu sér til sunds. vísir/auðunn Ferðamenn sem koma til Íslands ættu að fara í sturtu áður en þeir fara ofan í sundlaugar, fara úr skónum þegar þeir eru innandyra og ekki kvarta yfir veðrinu ætli þeir sér að falla í kramið hjá heimamönnum. Svo segir í það minnsta greinarhöfundur hjá hinum sívinsælu og virtu ferðbókum Lonely Planet á heimasíðu fyrirtækisins. Þar greinir Alexis Averbuck frá því hvað erlendir ferðamenn ættu að hafa í huga þegar heimsækja landið enda geti feilspor á Íslandi haft margvíslegar og misalvarlegar afleiðingar. Misstígi ferðamenn sig gætu þeir átt von á því að eyðileggja óspillta náttúruna, svo ekki sé minnst á ganga gjörsamlega fram af heimamönnum segir Averbuck. „En það gæti einnig verið lífshættulegt bæði fyrir gestinn sem og björgunarsveitirnar sem kallaðar eru út til að bjarga þeim,“ bætir höfundurinn við. Því næst kemur hann með 14 ráðleggingar til ferðamanna sem hyggjast sækja landið heim og kennir þar ýmissa grasa. Gestir landsins þurfa að sýna því skilning að Íslendingar eigi erfitt með að ráða við hinn mikla ferðamannaflaum sem streymir nú til landsins, þeir ættu ætíð að hafa tíðar veðurbreytingar á Íslandi í huga, vera vel útbúnir og keyra ekki utanvegar svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig skemmir ekki að hafa almenna skynsemi í huga þegar ferðast er um landið, ýmsar hættur leynast í íslenskri náttúru og því er það kannski ekki sniðugt að keyra upp á jökul á illa útbúnum bílaleigubílum, eins og þessi fimm manna fjölskylda gerði sig seka um í ágúst á síðasta ári.Þá varar Averbuck við því að Íslendingar hafi takmarkaða þolinmæði fyrir óhreinlæti, sérstaklegar þegar sundlaugarferðir eru annars vegar. „Hvort sem þú ert að heimsækja hið fræga Bláa lón eða hina afskekktu Krossneslaug þá er fljótlegasta leiðin til að miðsbjóða Íslendingi að vera skítugur þegar maður stekkur ofan í. Þú ættir einnig að fara úr skónum og setja þá í skóhillurnar þegar þú labbar inn í sundklefann,“ segir höfundurinn. Úttekt Averbuck í heild sinni má nálgast hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Ferðamenn sem koma til Íslands ættu að fara í sturtu áður en þeir fara ofan í sundlaugar, fara úr skónum þegar þeir eru innandyra og ekki kvarta yfir veðrinu ætli þeir sér að falla í kramið hjá heimamönnum. Svo segir í það minnsta greinarhöfundur hjá hinum sívinsælu og virtu ferðbókum Lonely Planet á heimasíðu fyrirtækisins. Þar greinir Alexis Averbuck frá því hvað erlendir ferðamenn ættu að hafa í huga þegar heimsækja landið enda geti feilspor á Íslandi haft margvíslegar og misalvarlegar afleiðingar. Misstígi ferðamenn sig gætu þeir átt von á því að eyðileggja óspillta náttúruna, svo ekki sé minnst á ganga gjörsamlega fram af heimamönnum segir Averbuck. „En það gæti einnig verið lífshættulegt bæði fyrir gestinn sem og björgunarsveitirnar sem kallaðar eru út til að bjarga þeim,“ bætir höfundurinn við. Því næst kemur hann með 14 ráðleggingar til ferðamanna sem hyggjast sækja landið heim og kennir þar ýmissa grasa. Gestir landsins þurfa að sýna því skilning að Íslendingar eigi erfitt með að ráða við hinn mikla ferðamannaflaum sem streymir nú til landsins, þeir ættu ætíð að hafa tíðar veðurbreytingar á Íslandi í huga, vera vel útbúnir og keyra ekki utanvegar svo nokkur dæmi séu nefnd. Einnig skemmir ekki að hafa almenna skynsemi í huga þegar ferðast er um landið, ýmsar hættur leynast í íslenskri náttúru og því er það kannski ekki sniðugt að keyra upp á jökul á illa útbúnum bílaleigubílum, eins og þessi fimm manna fjölskylda gerði sig seka um í ágúst á síðasta ári.Þá varar Averbuck við því að Íslendingar hafi takmarkaða þolinmæði fyrir óhreinlæti, sérstaklegar þegar sundlaugarferðir eru annars vegar. „Hvort sem þú ert að heimsækja hið fræga Bláa lón eða hina afskekktu Krossneslaug þá er fljótlegasta leiðin til að miðsbjóða Íslendingi að vera skítugur þegar maður stekkur ofan í. Þú ættir einnig að fara úr skónum og setja þá í skóhillurnar þegar þú labbar inn í sundklefann,“ segir höfundurinn. Úttekt Averbuck í heild sinni má nálgast hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37 Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43 Mest lesið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Þorsteinn og Rós orðin hjón Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Sjá meira
Á bílaleigubíl á Langjökli: „Am I doing something wrong?“ Fararstjóri sem mætti fimm manna fjölskyldu á illa útbúnum bílaleigubíl á jöklinum segir að Íslendingar verði að gera betur í varúðarmerkingum á hálendinu. 26. ágúst 2014 14:37
Hlógu að nöktum syni sínum í kuldakasti og sjálfheldu „Eftir á tók ég alveg hárblásarann á fjölskylduna og leyfði þeim að heyra hvað mér þætti þetta heimskulegt og þau væru öll kandidatar í Darwins-verðlaunin 2014,“ segir Einar Ásgeir Sæmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þingvöllum. 5. september 2014 10:43