126 laxa holl í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2015 23:38 Veiðimaður þreytir lax við Tannalækjarbreiðu í Langá Mynd: Helgi Björnsson Eftir að hafa verið ansi vatnsmikil framan af sumri datt Langá á Mýrum loksins í sitt kjörvatn og það hefur heldur betur skilað sér í veiðinni. Í fyrrasumar var heildarveiðin í ánni 595 laxar en staðan í ánni núna eftir kvöldvaktina er 324 laxar. Hollið sem er við veiðar í ánni er komið með 126 laxa og á morgunvaktina í fyrramálið eftir. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að hollið klári með 150 laxa miðað við hvernig veiðin hefur verið. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi en eins árs laxinn virðist þeim mun betur haldin og er í þeim stærðum sem þekkjast best við Langá. Göngurnar í ánna hafa verið jafnar og góðar en um 100-150 laxar fara í gegnum teljarann við Skugga á hverjum degi og að öllu jöfnu er talið að um helmingur göngunnar fari stigann og hinn helmingurinn fari upp Skugga. Þetta er fyrsta sumarið þar sem áin er eingöngu veidd á flugu og því hafa margir veiðimenn tekið fagnandi því fyrstu maðkahollinn tóku jafnan mikið úr ánni fyrstu 9 dagana þegar maðkurinn rann í ánna aftur. Það verður því meira af laxi í ánni fram á haust sem bíða eftir veiðimönnum. Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði
Eftir að hafa verið ansi vatnsmikil framan af sumri datt Langá á Mýrum loksins í sitt kjörvatn og það hefur heldur betur skilað sér í veiðinni. Í fyrrasumar var heildarveiðin í ánni 595 laxar en staðan í ánni núna eftir kvöldvaktina er 324 laxar. Hollið sem er við veiðar í ánni er komið með 126 laxa og á morgunvaktina í fyrramálið eftir. Það er þess vegna ekkert ólíklegt að hollið klári með 150 laxa miðað við hvernig veiðin hefur verið. Ekki hefur borið mikið á tveggja ára laxi en eins árs laxinn virðist þeim mun betur haldin og er í þeim stærðum sem þekkjast best við Langá. Göngurnar í ánna hafa verið jafnar og góðar en um 100-150 laxar fara í gegnum teljarann við Skugga á hverjum degi og að öllu jöfnu er talið að um helmingur göngunnar fari stigann og hinn helmingurinn fari upp Skugga. Þetta er fyrsta sumarið þar sem áin er eingöngu veidd á flugu og því hafa margir veiðimenn tekið fagnandi því fyrstu maðkahollinn tóku jafnan mikið úr ánni fyrstu 9 dagana þegar maðkurinn rann í ánna aftur. Það verður því meira af laxi í ánni fram á haust sem bíða eftir veiðimönnum.
Mest lesið 93 fiskar á land í Litluá Veiði Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Kársstaðaá verður hjá SVFR í sumar Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði 85 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði Blanda gefur enn vel Veiði Yfir 1000 laxar gengnir í Elliðaárnar Veiði Síðasta vika sú besta í sumar Veiði