Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 10:27 Hluti þeirra sem prýða strætóskýli borgarinnar næstu daga. Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu. Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu.
Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
"Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34
Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00
„Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10