Þingmaður og borgarstjóri eru druslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. júlí 2015 10:27 Hluti þeirra sem prýða strætóskýli borgarinnar næstu daga. Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu. Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Strætóskýli höfuðborgarsvæðisins eru núna merkt druslum á öllum aldri og af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins. Öll plakötin Druslugöngunnar má sjá með því að smella hér. Druslugangan fer fram þann 25. júlí og verður lagt af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.00. Meðal þeirra sem prýða plakötin eru Björt Ólafsdóttir, þingmaður, Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, Magga Stína, tónlistarmaður og Arnar Freyr Frostason, tónlistarmaður. Með þessu vilja skipuleggjendur Druslugöngunnar hvetja fólk til að mæta í gönguna þann 25. júlí nk. og taka afstöðu gegn kynferðisofbeldi. Fólkið sem mætir í Druslugönguna er þverskurður íslensks samfélags og er það boðskapur plakata Druslugöngunnar í ár. Í hana mætir fólk af öllum kynjum, á öllum aldri og fólk með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir og sýna í verki samstöðu með þolendum kynferðisofbeldis. Þess vegna eru allir þeir sem leggja málefninu lið druslur segir í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar. Nú þegar hafa yfir 3000 manns boðað komu sína í Druslugönguna á Facebook viðburði göngunnar, og er von skipuleggjanda göngunnar að slá öll met í ár en markið er sett á a.m.k. 20.000 manns. Yfirlýst markmið göngunnar er að færa ábyrgð kynferðisglæpa af þolendum og yfir á gerendur og ítreka að klæðnaður, hegðun eða fas þolenda er aldrei afsökun fyrir slíkum glæpum. Druslugangan hefur fest rætur sínar sem árviss viðburður í Reykjavík og verið í forystu í baráttunni fyrir breyttu hugarfari og orðræðu um kynferðisofbeldi. Druslugangan hefur dregið fram í dagsljósið það sem okkur sem samfélagi dylst allt of oft eða þorum ekki að horfast í augu við. Fjöldi fólks hefur skilað skömminni í aðdraganda göngunar og í kjölfar hennar, deilt sögum sínum og orðið öðrum innblástur. Síðustu vikur og mánuði hefur ótrúlegur fjöldi einstaklinga stigið fram og skilað skömminni, í eitt skipti fyrir öll. Fókusinn er ekki lengur á þolendur heldur er loksins búið að beina kastljósinu á gerendur. Sú bylting hefur hreyft við öllu samfélaginu. Einkennisorð göngunar í ár eru „Ég mun ekki þegja“ og „Ég mun standa með þér“. Druslugangan leggur af stað klukkan 14.00 þann 25. júlí frá Hallgrímskirkju. Gengið verður í átt að Austurvelli þar sem við taka ræðuhöld og tónleikar. Friðrik Dór, Úlfur Úlfur, Boogie Trouble og Mammút munu meðal annars spila og verða kynnar og ræðuhaldarar kynntir til leiks þegar nær dregur göngu.
Innlent Tengdar fréttir Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23 "Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34 Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00 „Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Ellefu þúsund í Druslugöngu Rúmlega ellefu þúsund manns gengu hina svonefndu Druslugöngu, sem farin var í fjórða sinn í Reykjavík í glampandi sólskini í dag. 26. júlí 2014 15:23
"Samþykki er sexí — Hættið að nauðga!" Hundruð tóku þátt í Druslugöngunni sem hófst klukkan tvö í Reykjavík í dag. Gengið var frá Hallgrímskirkju, niður Skólavörðustíg að Lækjartorgi. 23. júní 2012 14:34
Útgáfa ljósmyndabókar stöðvuð eftir ábendingu um kynferðisbrotamann Aðstandendur Druslugöngunnar stöðvuðu útgáfu ljósmyndabókar vegna ábendingar um að einn af aðstandendum bókarinnar væri kynferðisafbrotamaður. Salka bókaforlag varð fyrir nokkru fjárhagslegu tjóni. 24. júní 2015 07:00
„Ótrúlega góð stemning“ á druslugöngu - myndir Fjöldi fólks kom saman með frumleg skilti í góðu veðri og gekk hina Meintu-druslugöngu á laugardaginn var. 25. júní 2012 23:10