Saman í 45 daga í sumar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2015 08:30 Ómar Ingi Magnússon átti frábært mót í Svíþjóð. vísir/vilhelm Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Landslið Íslands skipað leikmönnum 19 ára og yngri náði á föstudaginn þeim frábæra árangri að vinna opna Evrópumeistaramótið í handbolta sem fór fram í Gautaborg. Íslensku strákarnir unnu tveggja marka sigur, 31-29, á Svíum í úrslitaleiknum fyrir framan 6.000 áhorfendur, þar af nokkur hundruð Íslendinga sem flestir voru staddir á Partille Cup en EM er haldið í kringum það mót. „Það heyrðist mjög vel í Íslendingunum og við fengum frábæran stuðning,“ sagði Einar Guðmundsson í samtali við Fréttablaðið í gær en hann þjálfar liðið ásamt Sigursteini Arndal. Ísland vann alla sjö leiki sína á EM og Einar var ánægður með taktinn í íslenska liðinu á mótinu: „Það var mjög góður stígandi í okkar leik og við spiluðum betur með hverjum leiknum,“ sagði Einar en tveir leikmenn Íslands voru valdir í úrvalslið mótsins; hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson úr ÍBV og Frammarinn Arnar Freyr Arnarsson.Æfa eins og félagslið Íslenska liðið er skipað leikmönnum sem eru fæddir á árunum 1996-97 en þessi árgangur þykir mjög sterkur. Einar segir að íslenska liðið hafi æft mikið í sumar og nánast eins og félagslið. „Við höfum æft vel og erum saman í 45 daga í sumar,“ sagði Einar en íslenska liðið fór í æfingaferð til Katar fyrir EM og lék þar tvo leiki við heimamenn sem báðir unnust. Stóra prófið er samt eftir hjá íslensku strákunum en í næsta mánuði fara þeir til Rússlands á HM U-19 ára landsliða. Sextán lið taka þátt á HM en keppt er í fjórum sex liða riðlum. Ísland er í riðli með Spáni (sem íslensku strákarnir unnu á EM), Noregi, Þýskalandi, Egyptalandi og Venesúela. Fjögur lið fara áfram úr hverjum riðli og í 16-liða úrslitin. Einar segir fyrsta markmiðið að komast upp úr riðlinum. „Við vorum í fimmta styrkleikaflokki þegar það var dregið og við þurfum því að fara fram úr einhverjum. Þetta er rosalega jafnt og liðin eru mörg hver áþekk að getu. Það verða fjórir hörkuleikir í þessum riðli,“ sagði Einar sem gerir ráð fyrir að Venesúela sé með slakasta liðið í riðlinum. Einar hrósar dugnaðinum sem íslensku strákarnir hafa sýnt í sumar, bæði á æfingum og í leikjum: „Ég er fyrst og fremst ánægður með liðsheildina, agann og vinnusemina sem þessir drengir hafa sýnt. Þetta er einstakur hópur hvað það varðar.“Fjórir tveggja metra menn Íslenski hópurinn, skipaður leikmönnum fæddum 1996 og 1997, er líka einstakur að því leyti að hann er hávaxinn, en skortur á sentimetrum hefur oft háð íslenskum landsliðum: „Það er góð hæð í liðinu og við erum með fjóra tveggja metra stráka og einn sem er 1,95 m á hæð, þannig að við getum stillt upp mjög hávaxinni vörn,“ sagði Einar en íslenska liðið spilar bæði 5-1 og 6-0 vörn. „HSÍ hefur unnið markvisst í því að leita að hávöxnum strákum. Það þýðir ekkert annað. Öll liðin eru með nokkra menn upp á tvo metra,“ bætti Einar við. Leikmenn íslenska liðsins eru misþekktir en þrátt fyrir ungan aldur eru flestir þeirra byrjaðir að spila reglulega með meistaraflokki. „Núna eru þeir að komast á þann aldur að það skiptir miklu máli að þeir fái tækifæri og þeim sé treyst. Íslendingar hafa verið þekktir fyrir það að gefa mönnum tækifæri snemma og það verður að vera þannig,“ sagði Einar að lokum.ingvithor@365.is
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00 Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47 Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30 Mest lesið Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Fótbolti Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Fótbolti „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Körfubolti Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Handbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Fótbolti Fleiri fréttir Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Sjá meira
Hlynur: Vissum hvað við þyrftum að gera fyrir þau Hlynur Bjarnason, fyrirliði Íslands skipað leikmönnum nítján ára og yngri, var í skýjunum með sigur liðsins á opna Evrópumeistaramótinu sem fram fór í Gautaborg í gær. 4. júlí 2015 13:00
Nítján ára landslið Íslands vann Evrópumótið Hafði betur gegn heimamönnum í Svíþjóð í háspennuleik. 3. júlí 2015 21:47
Arnar Freyr og Hákon Daði í liði mótsins á Evrópumótinu Arnar Freyr Arnarsson og Hákon Daði Styrmisson voru valdir í lið mótsins á opna Evrópumótinu skipað leikmönnum nítján ára og yngri sem fram fór í Gautaborg í vikunni. 5. júlí 2015 14:30