Gengur illa að ráða við farþegaaukningu á Keflavíkurflugvelli Birgir Olgeirsson skrifar 6. júlí 2015 22:13 Vefurinn turisti.is birti þessa mynd af löngum biðröðum við innritun á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Vísir/turisti.is „Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför. Fréttir af flugi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira
„Ljóst er að júlímánuður verður erfiður hjá okkur og það má búast við flöskuhálsum á álagstímum á morgnana og seinnipartinn,“ segir Guðni Sigurðsson, talsmaður Isavia, um farþegaaukninguna á Keflavíkurflugvelli í samtali við vefinn turisti.is. Þar er greint frá töfum sem áttu sér stað í innritunarsal Keflavíkurflugvallar í gærmorgun og þurfti stór hluti farþega Icelandair að bíða í um klukkustund eftir því að geta innritað sig og skilað farangri. Í framhaldinu tók við tæplega hálftíma bið við vopnaleitina og náði röðin við öryggishliðin niður í innritunarsalinn. Þurfti að seinka öllum sautján morgunflugum Icelandair um hálftíma til klukkutíma en á vefnum turisti.is er það sagt hafa orðið vegna seinagangs sem skrifast meðal annars á manneklu við vopnaleit. Þar kemur einnig fram að þegar nær dró brottför hefðu farþegar orðið stressaðir og vildu komast framar í raðir til að ná um borð fyrir flugtak. Rætt er við Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem segir bilanir í töskufæribandi flugvallarins, sem ekki hafði undan og tafði innritun, auk undirmönnunar við vopnaleit, hafa hægt á öllu ferlinu, lengt biðraðir og seinkaði flugi. Haft er eftir Guðna Sigurðssyni á vefnum turisti.is að farþegaaukningin á Keflavíkurflugvelli sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og erfiðara sé að ráða við hana en talið var. „Við höfum í sumar þurft að bæta við okkur mjög mikið af starfsfólki, eins og í raun allir rekstraraðilar á flugvellinum. Það hefur verið erfitt að fá fólk og auk þess gerði mannaflaspáin okkar ekki ráð fyrir svona miklu álagi. Það tekur langan tíma að þjálfa fólk upp svo það tekur tíma að bregðast við þessu,“ er haft eftir Guðna sem segir einnig að innleiðing nýs búnaðar við öryggishlið hafi gengið hægar en búist var við. Hann segir Isavia hvetja farþega til að mæta snemma og segir innritun hefjast fyrr í sumar til að dreifa álagi betur. Eru farþegar sem eiga að fljúga frá landinu milli sex og átta á morgnanna, frá þrjú til fimm seinni partinn eða um miðnætti hvattir til að koma út á völl að minnsta kosti þremur tímum fyrir brottför.
Fréttir af flugi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira