Valdfíknin það allra öflugasta Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 28. júní 2015 12:00 Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“ Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira
Tolli Morthens var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttir í Föstudagsviðtalinu, sem hægt er að hlusta á í heild sinni hér. Í viðtalinu lýsir hann baráttu sinni við erfið veikindi undanfarið eftir að hann greindist með krabbamein í blöðru. Nú lítur út fyrir að hann sé laus við meinið og hann stígur út í lífið með stómapoka, þakklátur fyrir að vera á lífi og fá tækifæri til að njóta lífsins. Í viðtalinu ræddi hann um ástandið á Landspítalanum, fjölskylduna sína, hugleiðslu sem hann stundar af miklum móð, fjölskyldusjúkdóminn alkóhólisma og pólítík. Hann segir auðmenn hafa fjárráð til að sækja sér heilbrigðisþjónustu til útlanda og segir ekki hægt að setja verðmiða á framlag heilbrigðisstéttana. „Þetta er markviss pólítík þessa hóps sem hefur meirihluta inni á þingi í dag. Þetta eru menn sem eru sendir inn á þing í umboði samfélagshópa sem hafa völdin og auðinn. Þetta er svona eins og í amerískri bíómynd þar sem er sendur inn hópur og svo heyrir maður „go go go. Þið hafið fjögur ár til að klára þetta – inn.“ Og þeir eru að því. Og hvað eru þeir að gera? Þeir ráðast á sameignina okkar og innri strúktúr samfélagsins. Rústa öllu til þess að búa til vettvang fyrir einkavæðingu.“ Tolli segir samt smám saman verið að horfast í augu við raunveruleikann. „Það er verið að draga gluggatjöldin frá þessum glugga og við erum farin að horfa á þetta eins og þetta er. Páfinn er að draga gluggatjöldin frá, formaður AGS er að draga gluggatjöldin frá. Öll umræða vísar í þessa átt. Að þessi póstmóderníski kapítalismi sem sumir kalla dólgakapítalsimi er að fara með þetta allt inn í aldauða. Til að skilja þetta held ég að sé mjög mikilvægt og til að skilja líka aðgerðarhópinn inn á þingi. Við skulum hætta að horfa á merkimiðana. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, að menn séu svona og hinsegin því þeir séu Framsóknarmenn eða eitthvað annað. Þetta er ekki þannig. Við erum öll fólk. Búum öll yfir sömu hæfileikum og eiginleikum. Það sem er að gerast er að valdstétt heimsins, þetta 1 prósent er heltekið af sjúkdómi sem heitir valdfíkn. Ef við skoðum fræðin þar sem verið er að skilgreina fíknisjúkdóma þá er valdfíkn það allra öflugasta.“
Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Fleiri fréttir Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Sjá meira