Laxinn mættur í fleiri ár Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2015 11:01 Fréttir berast af löxum sem hafa verið að sýna sig í fleiri ám og eftirvæntingin eftir fyrstu stóru göngunum er mikil. Staðfestar fregnir af löxum hafa borist frá Víðidalsá, Flókadalsá, Langá á Mýrum, Hítará, Laxá í Aðaldal, Ytri Rangá, Grímsá, Korpu, Laxá í Kjós og Laxá í Dölum en líklegt verður þó að teljast að hann sé mættur víðar þó hann hafi ekki verið að sýna sig. Miðfjarðará hefur auk þess opnað fyrir veiðimönnum og var nokkuð líf í ánni en alls komu fjórir laxar á land á fyrstu vaktinni. Árnar opna núna hver af annari og eftir slaka veiði í fyrra bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig ánum reiðir af fyrstu dagana. Nokkuð af lausum leyfum er í mörgum ánum sem má klárlega skrifa á síðasta ár sem gerir veiðimenn raga við að bóka sig í árnar, í það minnsta fyrr en skýrari merki sjáist um að veiðin verði viðunandi. Verði það staðreyndin að göngurnar skili sér þá á sala veiðileyfa eftir að taka góðann kipp og þá sérstaklega meðal innlendra veiðimanna því meirihluti erlendra veiðimanna hefur þegar bókað sín leyfi og það er ekki stór hópur meðal þeirra sem stekkur á leyfi með stuttum fyrirvara. Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði
Fréttir berast af löxum sem hafa verið að sýna sig í fleiri ám og eftirvæntingin eftir fyrstu stóru göngunum er mikil. Staðfestar fregnir af löxum hafa borist frá Víðidalsá, Flókadalsá, Langá á Mýrum, Hítará, Laxá í Aðaldal, Ytri Rangá, Grímsá, Korpu, Laxá í Kjós og Laxá í Dölum en líklegt verður þó að teljast að hann sé mættur víðar þó hann hafi ekki verið að sýna sig. Miðfjarðará hefur auk þess opnað fyrir veiðimönnum og var nokkuð líf í ánni en alls komu fjórir laxar á land á fyrstu vaktinni. Árnar opna núna hver af annari og eftir slaka veiði í fyrra bíða margir spenntir eftir því að sjá hvernig ánum reiðir af fyrstu dagana. Nokkuð af lausum leyfum er í mörgum ánum sem má klárlega skrifa á síðasta ár sem gerir veiðimenn raga við að bóka sig í árnar, í það minnsta fyrr en skýrari merki sjáist um að veiðin verði viðunandi. Verði það staðreyndin að göngurnar skili sér þá á sala veiðileyfa eftir að taka góðann kipp og þá sérstaklega meðal innlendra veiðimanna því meirihluti erlendra veiðimanna hefur þegar bókað sín leyfi og það er ekki stór hópur meðal þeirra sem stekkur á leyfi með stuttum fyrirvara.
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá gæti bætt við sig 500 löxum Veiði Ekkert aktu taktu gluggaskytterí Veiði Bleikjan horfin úr Tungufljóti? Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Höfðu hendur í hári veiðiþjófa á rjúpu Veiði 17 punda hrygna í Miðdalsá Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði Grein um Stóru Laxá í Þýsku blaði Veiði Skemmtileg og fræðandi veiðibók Veiði