Aldrei fleiri á vergangi Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 13:15 Fjöldi flóttamanna frá Afganistan á grísku eyjunni Lesbos. Vísir/AFP Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira