Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Birgir Olgeirsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 7. júní 2015 22:37 Steingrímur J. Sigfússon Vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“ Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“
Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54
Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12