Ancelotti: Ef ég verð rekinn mun ég taka mér ár í pásu Anton Ingi Leifsson skrifar 24. maí 2015 12:00 Ancelotti á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Getafe. vísir/getty Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að hann muni taka sér ársleyfi verði hann rekinn frá Madrídarliðinu í sumar. Real vann engan titil á tímabilinu og það er ekki ásættanlegur árangur þar á bæ. „Framtíðin er klár í höfðinu á mér. Ég mun vera áfram hér hjá Real Madrid eða ég mun taka mér eitt ár í pásu,” sagði Ancelotti eftir 7-3 sigur Real á Getafe í lokaumerð spænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég held að við munum hittast í næstu viku til þess að klára þessi mál. Þetta er fótbolti, sérstaklega hjá liði eins og Real Madrid þar sem það er eðlilegt að menn spyrji sig spurninga eftir að tímabilið fór ekki vel.” Real lenti í öðru sæti í deildinni tveimur stigum á eftir Barcelona, féll út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Juventus og datt út fyrir grönnum sínum í Atletico Madrid í 16-liða úrslitum spænska bikarsins. „Þetta er partur af mínu starfi. Á síðasta ári unnum við tíunda Evróputitilinn og á þessu ári hefur þetta verið erfitt. Ég mun ekki gleyma hvað við gerðum í fyrra og ég mun ekki gleyma því hvað við gerðum í ár. Þú verður að taka allt með í reikninginn.” „Mig langar til að vera áfram. Ef félagið segir að ég muni ekki vera áfram mun ég ekki vera ánægður, en þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem það gerist í fótboltanum. Þetta gerðist við mig hjá Juventus og Chelsea, en hjá PSG bað ég um að hætta,” sagði Ancelotti að lokum. Rafael Benitez, núverandi stjóri Napoli og fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur verið orðaður við starfið og heimildir Guillem Balague, sparkspekings Sky Sports á Spáni, telja að Benitez hefur nú þegar rætt við Real. Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, segir að hann muni taka sér ársleyfi verði hann rekinn frá Madrídarliðinu í sumar. Real vann engan titil á tímabilinu og það er ekki ásættanlegur árangur þar á bæ. „Framtíðin er klár í höfðinu á mér. Ég mun vera áfram hér hjá Real Madrid eða ég mun taka mér eitt ár í pásu,” sagði Ancelotti eftir 7-3 sigur Real á Getafe í lokaumerð spænsku úrvalsdeildarinnar. „Ég held að við munum hittast í næstu viku til þess að klára þessi mál. Þetta er fótbolti, sérstaklega hjá liði eins og Real Madrid þar sem það er eðlilegt að menn spyrji sig spurninga eftir að tímabilið fór ekki vel.” Real lenti í öðru sæti í deildinni tveimur stigum á eftir Barcelona, féll út úr undanúrslitum Meistaradeildarinnar á móti Juventus og datt út fyrir grönnum sínum í Atletico Madrid í 16-liða úrslitum spænska bikarsins. „Þetta er partur af mínu starfi. Á síðasta ári unnum við tíunda Evróputitilinn og á þessu ári hefur þetta verið erfitt. Ég mun ekki gleyma hvað við gerðum í fyrra og ég mun ekki gleyma því hvað við gerðum í ár. Þú verður að taka allt með í reikninginn.” „Mig langar til að vera áfram. Ef félagið segir að ég muni ekki vera áfram mun ég ekki vera ánægður, en þetta er þá ekki í fyrsta skipti sem það gerist í fótboltanum. Þetta gerðist við mig hjá Juventus og Chelsea, en hjá PSG bað ég um að hætta,” sagði Ancelotti að lokum. Rafael Benitez, núverandi stjóri Napoli og fyrrverandi stjóri Liverpool, hefur verið orðaður við starfið og heimildir Guillem Balague, sparkspekings Sky Sports á Spáni, telja að Benitez hefur nú þegar rætt við Real.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15 Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Sjá meira
Ronaldo skoraði þrennu í fyrsta leik Ødegaard Cristiano Ronaldo skoraði þrennu í stórsigri Real Madrid á Getafe í síðustu umferð spænsku úrvalsdeildinnar í dag. Lokatölur urðu 7-3, en staðan í hálfleik var 3-3. 23. maí 2015 20:15