„Við Gísli vorum alltaf til í að taka að okkur barn“ Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 25. maí 2015 14:30 Guðrún Ögmundsdóttir var gestur Viktoríu Hermannsdóttur og Ólafar Skaftadóttur í Föstudagsviðtalinu. Vísir/GVA Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Guðrún Ögmundsdóttur var fyrsti gestur í nýjum lið á Vísi, Föstudagsviðtalinu nú fyrir helgi. Þar ræddi hún meðal annars um heimilisofbeldið sem hún varð fyrir í æsku, tímann í Rauðsokkuhreyfingunni, um Kvennalistann, Samfylkinguna og pólítíkina í dag. Þá ræddi hún einnig um fjölskyldu sína. Guðrún og eiginmaður hennar Gísli Víkingsson tóku að sér 9 mánaða stúlku fyrir rúmum tuttugu árum. Auk þess á Guðrún soninn Ögmund. „Kannski gerir maður það til að þakka fyrir sig. Og við eigum yndislega stúlku, hún var fósturbarn, en við vorum að ganga frá ættleiðingu á henni fyrir ári síðan. Hún er orðin 23 ára gömul. Við viljum auðvitað baktryggja hana og hennar aðstæður, þannig að ef eitthvað kæmi fyrir okkur, þá standa hún og Ögmundur bara alveg jafnfætis gagnvart okkur báðum. Þannig að við erum mikið gæfufólk við hjónin,” segir Guðrún og bætir við að þau Gísli hafi verið saman í 35 ár eða meira. „Við giftum okkur held ég þegar við vorum búin að búa saman í tíu ár. Þá var ég nefnilega búin að vera vinna á kvennadeild Landsspítalans og krabbameinsdeildinni og ég sá bara þann harm sem var í því fólginn ef fólk var ekki gift, ef eitthvað kæmi upp á. Þannig að ég sagði við hann að hann kæmist ekkert upp með neitt annað en að giftast mér,” segir Guðrún og hlær. „Og ég sá það líka þegar ég var í kvennaráðgjöfinni, að gifting er auðvitað eini löggerningurinn ef maður vill tryggja eitthvað. Bæði sig og börnin sín. Og hananú, giftið ykkur fólk og verið ekki að láta svona. Sérstaklega ef þið eruð með börn. Þú jafnar ekkert erfðaréttinn öðruvísi.”En hvernig kom það til að þau tóku að sér fósturbarn?„Ég fór í glasafrjóvganir og allt þetta. Sem var alveg guðdómleg reynsla og skemmtileg og gjöful og reyndist mér mjög vel í starfi. Ég var yfirfélagsráðgjafi á Kvennadeildinni. Maður getur alltaf nýtt sjálfan sig vel í þeim störfum sem maður er að sinna. Og við Gísli vorum alltaf til í að taka barn. Það var bara þannig. Hún var níu mánaða þegar við fengum hana. Og það er oft í svona fósturmálum, að þá er umgengnin við kynforeldrana og hún hefur alltaf vitað sinn uppruna. Hún umgengst sína kynforeldra stundum, það kemur svolítið í tímabilum. Hún stýrir því bara sjálf, alveg eins og ég fékk að stýra því sjálf. En það er mikil gæfa, að fá að þakka fyrir sig á þennan hátt.” Viðtalið er hægt að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir „Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00 Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
„Mér finnst fólk gleyma því stundum af hverju það er á þingi“ Guðrún Ögmundsdóttir gagnrýnir orðræðuna í stjórnmálum og segir stjórnmál eiga að snúast um fólkið í landinu ekki þingmennina sjálfa. 24. maí 2015 18:00
Verður aldrei eins vont og það var Guðrún Ögmundsdóttir upplifði mikið frelsi við að segja frá leyndarmáli sem fylgt hafði henni frá barnæsku. Hún bjó við heimilisofbeldi en passaði sig að segja engum frá, ekki fyrr en nú. Hún vonast til þess að saga sín verði til þess að fleiri þori að segja frá. 22. maí 2015 07:00