„Við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna“ ingvar haraldsson skrifar 29. maí 2015 13:57 Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas og Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens mynd/íslandsbanki Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan. Gjaldeyrishöft Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira
Ísland er 24. sæti á lista yfir samkeppnisstöðu skýrslu svissneska viðskiptaháskólans IMD þar sem samkeppnishæfni mismunandi þjóða er borin saman. Í skýrslunni kom fram að að til auka samkeppnishæfni Íslands þyrfti að aukið frelsi í utanríkisviðskiptum, draga úr ríkisskuldum og styðja við langtíma stöðugleika með aukinni félagslegri og pólitískri samstöðu. Hrund Rudolfsdóttir, forstjóri Veritas, sagði í pallborðsumræðum á fundinum að þegar þau atriði sem Ísland skeri sig út úr í væru skoðuð blasti við ófögur sjón. „Við erum örríki náttúrulega, algjör örríki í samanburði við þennan lista. Við erum með ofboðslega einhæft atvinnulíf, við mælumst mjög lágt í fjölbreytileika og við erum aflokuð í báða enda. Við erum hérna inn í okkar holu. Við erum skattpínd, við erum skuldsett, við erum með lítil óburðug fyrirtæki. Við vinnum rosalega lengi, margar vinnustundir hjá Íslendingum en framleiðnin er hins vegar lág. Þann að þegar þessi mynd byrjar að birtast upp úr tölunum þá hugsar maður Jesús Kristur, við erum Bjartur í Sumarhúsum þjóðanna.“ Íslendingar geta sjálfir leyst sín stærstu vandamál Hrund benti þó á að Íslendingar gætu sjálfir leyst þær áskoranir sem þjóðin stæði frammi fyrir. Lausn deilunnar á vinnumarkaði og afnám gjaldeyrishafta væri eitthvað sem Íslendingar gætu staðið að sjálfir. „Þetta er í okkar höndum. Aðrar þjóðir eru oft að eiga við mjög stórar ytri breytur sem þau geta ekki haft nokkra stjórn á,“ sagði Hrund. Með Hrund í pallborðsumræðunum voru Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, Jakob Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Promens og Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri VÍS. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka setti fundinn, þá hélt Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra ræðu auk þess að Björn Brynjúlfur Björnsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, kynnti niðurstöðu skýrslu IMD á samkeppnishæfni Íslands. Sjá má fundinn í heild sinni hér að neðan.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Bird skellt í lás Viðskipti innlent „Lafufu“ geti verið hættuleg Neytendur Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sjá meira