Tveir einfaldir og bráðhollir morgungrautar Heilsuvísir skrifar 19. maí 2015 14:00 Þessa tvo einföldu grauta er upplagt að búa til kvöldið áður og taka þá svo með sér í vinnuna eða skólann.Súkkulaðigrautur60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1/2 tsk kanill1 msk rúsínur100 ml kókoskakómjólk1/2 banani, skorinn í bita1-2 tsk kakónibbur Mér finnst best að setja grautinn minn í sultukrukku og ferðast þannig með hann t.d í vinnuna eða upp á fjöll en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulega skál. Hellið haframjölinu í botninn á krukkunni ásamt fræblöndunni, kanilnum og rúsínunum og hrisstið hráefnið saman. Hellið kókoskakómjólkinni saman við og hrisstið og hrærið bönunum saman við. Stráið kakónibbunum ofan á, lokið og kælið í 30-60 mínútur. Ef að þið hafið til dæmis ekki tíma á morgnana er gott að geyma grautinn í kæli yfir nótt en þá mæli ég með því að kakónibburnar séu settar yfir rétt áður en að grauturinn er borðaður.Mangó og hindberjagrautur60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda1 msk kókosmjöl20 g frosið mangó20 g fersk eða frosin hindber100 ml möndlumjólk6 dropar hindberjastevía Hellið haframjölinu í botninn á sultukrukku ásamt fræblöndunni og kókosmjölinu og hrisstið. Blandið ávöxtunum saman við og hellið möndlumjólkinni ásamt hindberjastevíunni saman við. Lokið krukkunni og kælið í 30-60 mínútur. Þennan graut er hægt að undirbúa kvöldið áður. Heilsa Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið
Þessa tvo einföldu grauta er upplagt að búa til kvöldið áður og taka þá svo með sér í vinnuna eða skólann.Súkkulaðigrautur60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda 1/2 tsk kanill1 msk rúsínur100 ml kókoskakómjólk1/2 banani, skorinn í bita1-2 tsk kakónibbur Mér finnst best að setja grautinn minn í sultukrukku og ferðast þannig með hann t.d í vinnuna eða upp á fjöll en að sjálfsögðu er hægt að nota venjulega skál. Hellið haframjölinu í botninn á krukkunni ásamt fræblöndunni, kanilnum og rúsínunum og hrisstið hráefnið saman. Hellið kókoskakómjólkinni saman við og hrisstið og hrærið bönunum saman við. Stráið kakónibbunum ofan á, lokið og kælið í 30-60 mínútur. Ef að þið hafið til dæmis ekki tíma á morgnana er gott að geyma grautinn í kæli yfir nótt en þá mæli ég með því að kakónibburnar séu settar yfir rétt áður en að grauturinn er borðaður.Mangó og hindberjagrautur60 g tröllahafrar1 msk Now Triple Omega fræ blanda1 msk kókosmjöl20 g frosið mangó20 g fersk eða frosin hindber100 ml möndlumjólk6 dropar hindberjastevía Hellið haframjölinu í botninn á sultukrukku ásamt fræblöndunni og kókosmjölinu og hrisstið. Blandið ávöxtunum saman við og hellið möndlumjólkinni ásamt hindberjastevíunni saman við. Lokið krukkunni og kælið í 30-60 mínútur. Þennan graut er hægt að undirbúa kvöldið áður.
Heilsa Morgunmatur Rikka Uppskriftir Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið