Pavel og Hildur bestu leikmenn tímabilsins Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. maí 2015 12:20 Hildur Sigurðardóttir hlaðin verðlaunum. vísir/valli Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi KR, og Hildur Sigurðardóttir, leikstjórnandi Snæfells, voru kjörin bestu leikmenn tímabilsins í Dominos-deildum karla og kvenna á lokahófi KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í hádeginu í dag. Pavel var frábær í deildakeppninni þar til hann meiddist, en hann kom aftur inn í úrslitakeppninni og leiddi sitt lið til sigurs gegn Tindastóli í lokaúrslitunum. Hann spilaði í heildina 24 leiki á tímabilinu og skoraði 11,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,4 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Annað árið í röð leiddi Hildur Sigurðardóttir Snæfelsstúlkur til Íslandsmeistaratitils, en hún var frábær á tímabilinu. Hildur skoraði 13,5 stig að meðaltali í leikjunum 35 sem hún spilaði á tímabilinu, tók 9,3 fráköst og gaf 5,9 stoðsendingar.Pavel tekur við sínum viðurkenningum.vísir/valliHún var mögnuð í lokaúrslitunum, sérstaklega á lokamínútunum í þriðja leiknum gegn Keflavík þar sem Snæfell tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Hildur lagði skóna á hilluna eftir tímabilið en kveður sem fimmfaldur Íslandsmeistari og besti leikmaður ársins. Israel Martin, þjálfari Tindastóls, var kjörinn besti þjálfarinn, en hann kom nýliðum Tindastóls í lokaúrslitin þar sem Stólarnir töpuðu gegn KR, 3-1. Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var kjörinn bestur í kvennadeildinni, en hann gerði Snæfellsliðið að deildar- og Íslandsmeisturum. Michael Craion var kjörinn besti erlendi leikmaðurinn í Dominos-deild karla og Kristen McCarthy best í Dominos-deild kvenna. Hér að neðan má sjá öll verðlaunin og úrvalsliðin sem einnig voru tilkynnt á lokahófinu í dag.Dominos-deild karla:Besti leikmaður: Pavel Ermolinskij, KRBesti erlendi leikmaðurinn: Michael Craion, KRÞjálfari ársins: Israel Martin, TindastóllVarnarmaður ársins: Darri Hilmarsson, KRBesti ungi leikmaðurinn: Pétur Rúnar Birgisson, TindastóllPrúðasti leikmaðurinn: Darri Hilmarsson KRLið ársins: Grétar Ingi Erlendsson, Þór Þorlákshöfn Darrel Lewis, Tindastóll Helgi Már Magnússon, KR Logi Gunnarsson, Njarðvík Pavel Ermolinskij, KRIngi Þór Steinþórsson.vísir/stefánDominos-deild kvenna:Besti leikmaður: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti erlendi leikmaðurinn: Kristen McCarthy, SnæfellÞjálfari ársins: Ingi Þór Steinþórsson, SnæfellVarnarmaður ársins: Gunnhildur Gunnarsdóttir, SnæfellBesti ungi leikmaðurinn: Sara Rún Hinriksdóttir, KeflavíkPrúðasti leikmaðurinn: Hildur Sigurðardóttir, SnæfellLið ársins: Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík Petrúnella Skúladóttir, Grindavík Gunnhildur Gunnarsdóttir, Snæfell Hildur Sigurðardóttir, SnæfellBesti dómarinn í Dominos-deildunum: Sigmundur Már Herbertsson1. deild karla:Besti leikmaður: Ari Gylfason, FSuBesti ungi leikmaðurinn: Erlendur Ágúst Stefánsson, FSuÞjálfari ársins: Viðar Hafsteinsson, HötturLið ársins: Hreinn Gunnar Birgisson, Höttur Fannar Freyr Helgason, ÍA Örn Sigurðarson, Hamar Hlynur Hreinsson, FSu Ari Gylfason, Fsu1. deild kvenna: Besti leikmaður: Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan Besti ungi leikmaðurinn: Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Þjálfari ársins: Sævaldur Bjarnason, StjarnanLið ársins: Bríet Lilja Sigurðardóttir, Tindastóll Eva Margrét Kristjánsdóttir, KFÍ Eva María Emilsdóttir, Stjarnan Erna Hákonardóttir, Njarðvík Bryndís Hanna Hreinsdóttir, Stjarnan
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Lífleg ræða Louis van Gaal á Ráðhústorginu í München - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Mynd um leið Snæfells að fyrsta Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Sjá meira