Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 10:12 Pétur Kristinn, lengst til hægri, ásamt Vífil Harðarsyni, verjanda sínum, og Bjarna Aðalgeirssyni í dómssal í morgun. Vísir/GVA Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36