Grunaður í fimm ár: Valdið ákærða miklu hugarangri og sett álag á hans nánustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 15:33 Birnir Sær Björnsson í héraðsdómi í morgun. Vísir/GVA „Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
„Ég er saklaus af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar,” sagði Birnir Sær Björnsson, fyrrum verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings, við upphaf skýrslutöku yfir honum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Birnir er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun með því að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í Kaupþingi með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Hann segist hafa sinnt starfi sínu hjá deild eigin viðskipta eftir bestu getu. Hann hafi fengið fyrirmæli frá yfirmönnum sínum um hvernig hann starfaði frá degi til dags og einnig um einstök viðskipti. Bar traust til yfirmanna sinna „Ég bar traust til minna yfirmanna og hafði ekki ástæðu til að ætla að farið væri gegn lögum og reglum. [...] Þeir voru á meðal reynslumestu manna á Íslandi varðandi innlendan verðbréfamarkað. [...] Fyrirmæli þeirra voru ekki alltaf í samræmi við mitt eigið mat en ég taldi aldrei að verið væri að brjóta lög.” Þá sagði Birnir jafnframt að þau viðskipti sem hann stundaði hafi átt sér stað í Kauphöll Íslands. Þau hafi því verið undir ströngu eftirliti bæði innan og utan bankans en enginn hafi nokkru sinni gert athugasemd við hegðun hans á markaði. „Það eru óteljandi þættir sem ráða hegðun á markaði og það er ómögulegt að telja þá alla upp í dag til þess að útskýra einstök viðskipti. Það er því hætta á því að menn séu að beita eftiráspeki til þess að skýra það sem gerðist.” Finnst starf hans sett fram með villandi hætti Birnir gagnrýndi svo málatilbúnað sérstaks saksóknara harðlega: „Þessi staða sem finn mig í að vera sakborningur, og fyrst með réttarstöðu grunaðs manns, hefur nú varað í fimm ár. Þetta hefur valdið mér miklu hugarangri að ótöldu því álagi sem þetta hefur haft á mína nánustu. Framsetning saksóknara hefur einnig valdið mér hugarangri. Hún er mjög hlutdræg. [...] Starf mitt er sett fram með villandi hætti og er til þess fallið að gera það tortryggilegt.” Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr nú Birni út úr og fer yfir einstaka viðskiptadaga á ákærutímabilinu. Líkt og Pétur Kristinn Guðmarsson gerði, sem einnig var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum og er ákærður í málinu, leggur Birnir áherslu á það að hann hafi verið að fylgja stefnu og fyrirmælum yfirmanna í sínu starfi. Þeir voru Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta, og Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, sem báðir hafa eru sakborningar í málinu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12 Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49 Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. 22. apríl 2015 10:12
Markaðsmisnotkunarmálið: Fékk ekki fyrirmæli frá Hreiðari og hefur aldrei hitt Sigurð Skýrslutöku yfir Pétri Kristni Guðmarssyni lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum í dag. 22. apríl 2015 12:49
Símtal ákærða við vin spilað: „Maður er svo hræddur um að þetta verði nornaveiðar“ "Mér líður bara skelfilega illa. [...] Ef þeir reyna að negla mann þá er þetta bara búið... Starfið farið... Maður er ekkert að fara aftur í bankageirann,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson í símtali við vin sinn árið 2010. 22. apríl 2015 11:10