Óhjákvæmilegt að telja ummæli dómarans gefa tilefni til að draga óhlutdrægni hans í efa Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 18:32 Aurum-málið fer aftur fyrir héraðsdóm samkvæmt kröfu sérstaks saksóknara. Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“ Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Hæstiréttur telur óhjákvæmilegt að líta svo á að ummæli Sverris Ólafssonar, meðdómara í Aurum-málinu, gefi tilefni til að draga með réttu í efa að hann hefði verið óhlutdrægur í garð ákæruvaldsins fyrir uppkvaðningu héraðsdómsins. Málin var í dag vísað aftur til Héraðsdóms Reykjavíkur. Sverrir, sem er bróðir Ólafs Ólafssonar, sem situr nú inni vegna Al-Thani málsins, sagði í samtali við fréttastofu RÚV um embætti sérstaks saksóknara og Ólaf Hauksson að „trúverðugleiki hans stofnunar er eiginlega í molum“. Tilefni ummælanna voru ummæli Ólafs þar sem hann sagðist ekki hafa vitað af tengslum Sverris og Ólafs Ólafssonar. „Þessi gildishlöðnu ummæli meðdómsmannsins verða ekki skilin öðru vísi en sem tjáning á neikvæðu viðhorfi hans til embættis sérstaks saksóknara og starfsemi þess,“ segir í dómi Hæstaréttar um ummælin.Í málinu voru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson sýknaðir af ákærum um umboðssvik og hlutdeild í þeim. Þeir voru ákærðir fyrir umboðssvik vegna sex milljarða króna láns sem Glitnir veitti félaginu FS38 ehf. sem var í eigu Pálma Haraldssonar, vegna kaupa á félaginu Aurum Holdings Ltd. Þetta eru þó ekki einu ummælin sem Hæstiréttur vísar til í niðurstöðu sinni. Rifjuð voru upp ummæli hans úr sama fréttatíma þar sem hann sagðist ekki trúa því „í eina sekúndu“ að sérstökum saksóknara hafi ekki verið kunnugt um tengsl sín við bróður sinn. Þá sagðist Sverrir trúa því fastlega að saksóknarinn hafi vitað um þau allan tímann þó hann fullyrti hið gagnstæða. Annars bæri það „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“ sem bæru „vott um afskaplega léleg og yfirborðskennd vinnubrögð“. Viðbrögðin væru hæpin, þau bæru vott um „örvæntingarfullar og jafnvel óheiðarlegar aðgerðir“ og læddist sá grunur að meðdómsmanninum að í raun gerði saksóknarinn þetta til „að veikja dóminn.“
Aurum Holding málið Tengdar fréttir Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10 Mest lesið Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Sjá meira
Aurum-málið á leið aftur í héraðsdóm Jón Ásgeir Jóhannesson, Lárus Welding, Magnús Arnar Arngrímsson og Bjarni Jóhannesson eru á leiðinni aftur í héraðsdóm. 22. apríl 2015 14:10