Lag frá nýjum listamanni: "Það kannast allir við þessar aðstæður“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. apríl 2015 12:53 Björn Þór Ingason „Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan. Tónlist Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef verið að semja síðan ég var þrettán ára og það hefur alltaf verið stefnan að gefa eitthvað út,“ segir Björn Þór Ingason, 29 ára Vesturbæingur uppalinn í Kópavogi. Hann gefur í dag út lagið It Goes Something Like This. „Eftir að ég kláraði viðskiptafræðina var alltaf planið að gefa eitthvað út en það var ekki auðvelt að koma nýr inn strax eftir hurn. Loksins er komið að því að láta á þetta reyna og vonandi fellur þetta vel í kramið hjá fólki.“ Björn Þór hefur frá blautu barnsbeini haft gaman af því að syngja og man ekki eftir sér öðruvísi en syngjandi. Við þrettán ára aldurinn kenndi hann sér sjálfur á gítar sem mamma hans átti og þá var ekki aftur snúið. Það var síðan í Verzló sem að tónlistaráhuginn fór á fullt. Björn Þór tók þátt í þremur uppfærslum af söngleikjum sem nemendamót Verzlunarskólans setti upp og tók einnig þátt í söngkeppni og tónsmíðakeppni skólans. „Texti lagsins er ekkert hrikalega djúpur. Það fjallar um einstakling sem heyrir lag sem honum þykir gott en gengur illa að finna út hvaða lag þetta er. Á endanum fer hann að velta fyrir sér hvort lagið gæti verið hans eigið og hvað það gæti haft í för með sér. Flestir gætu kannast við þessar aðstæður en nú í dag eru að vísu til öpp til að leysa slík vandamál,“ segir Björn Þór.Lagið má heyra hér að neðan.
Tónlist Mest lesið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira