Stjóri Kára: Ég er með tólf flöskur af kampavíni þannig hann getur haldið kjafti Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. apríl 2015 22:14 Steven Evans er litríkur karakter. vísir/getty „Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
„Þetta er stærsti sigur sem ég hef unnið á ferlinum,“ sagði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham, í mögnuðu viðtali við BBC eftir að liðið vann Reading, 2-1, á heimavelli í kvöld og tryggði sér þannig áframhaldandi veru í ensku B-deildinni. Kári Árnason, landsliðsmiðvörður, spilaði allan leikinn á miðjunni hjá Rotherham sem fór upp um tvær deildir á tveimur árum og hélt sér í B-deildinni með sigrinum í kvöld. Útlitið var ekki gott hjá Rotherham eftir að þrjú stig voru dregin af liðinu á dögunum fyrir að tefla fram ólöglegum leikmanni, degi eftir að lánssamningur hans rann út. „Það féllu tár þegar stigin voru dregin af okkur. Ég hringdi í dætur mínar og grét. En ég talaði við fólkið hjá Rotherham og sagði að ég yrði hérna áfram sama hvað myndi gerast,“ sagði Evans sem réð ekkert við tilfinningar sínar í viðtalinu. Hann hefur fengið mikla gagnrýni á Twitter í kvöld fyrir ummæli sem hann lét falla í garð eins leikmanns Millwall, en sá átti að hafa sagt að Rotherham færi niður. Með sigrinum felldi Rotherham lið Millwall, en allt varð vitlaust í leik liðanna fyrr í vetur þegar Kári Árnason skoraði sigurmarkið undir lokin. Slagsmál brutust þá út í stúkunni. „Leikmaður Millwall sagði að við myndum klúðra (e. bottle) þessu,“ sagði Evans, en enska orðið bottle er bæði samheiti yfir að klúðra hlutunum og orðið yfir flösku. Þennan orðaleik nýtti Evans sér. „Ég er með tólf flöskur af hágæða bleiku kampavíni sem við munum drekka alla vikuna. Farðu bara að hlakka til að spila í C-deildinni, strákur. Haltu bara kjafti,“ hrópaði Steve Evans, knattspyrnustjóri Rotherham. Lokaflautið og stemninguna auk viðtala við leikmenn má heyra í spilaranum hér að neðan. Viðtalið við Steven Evans hefst eftir ríflega 14 mínútur.listen to 'ROTHERHAM V READING FINAL WHISTLE AND STEVE EVANS LIVE' on audioBoom
Enski boltinn Tengdar fréttir Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30 Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30 Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00 Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Sjá meira
Lið Kára notaði ólöglegan leikmann Rotherham, lið íslenska landsliðsmannsins Kára Árnasonar, gæti misst þrjú stig á næstunni en enska sambandið hefur kært félagið fyrir að nota ólöglegan leikmann í leik í ensku b-deildinni í fótbolta. 13. apríl 2015 14:30
Tvö mörk í þremur leikjum hjá miðjumanninum Kára | Sjáðu markið Kári Árnason skoraði í 2-0 sigri Rotherham sem fjarlægist fallsvæðið. 9. mars 2015 16:30
Þrjú stig dregin af liði Kára Rotherham er aðeins einu stigi frá fallsæti eftir að liðinu var refsað fyrir að nota ólöglegan leikmann. 24. apríl 2015 14:00
Allt varð vitlaust eftir að Kári skoraði sigurmarkið í gær | Myndband Íslenski landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason tryggði Rotherham 2-1 sigur á Millwall í ensku b-deildinni í gær. Allt varð hinsvegar vitlaust á pöllunum eftir markið. 1. mars 2015 11:18