Afkoma bænda afleit og staðan verst hjá tollvernduðum Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 21:33 Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“ Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira
Afnám tolla á innflutt matvæli myndi spara meðalfjölskyldunni 76 þúsund krónur í matarútgjöld á ári. Þetta jafngildir 10 milljarða króna árlegum sparnaði fyrir íslenska neytendur.Viðskiptaráð fjallar um íslenskan landbúnað og tollvernd í landbúnaði í nýju áliti. Vegna tollverndar búa innlendir framleiðendur í landbúnaði við lítið samkeppnisaðhald frá erlendum framleiðendum þar sem það er of dýrt að flytja inn landbúnaðarvörur. Kraftar alþjóðlegrar samkeppni eru því ekki til staðar í íslenskum landbúnaði. Í áliti Viðskiptaráðs segir: „Alþjóðleg samkeppnishæfni greinarinnar er slök og rekstrarafkoma bænda afleit. Verðlag á tollvernduðum vörum er hátt og vöruskortur hefur reglulega gert vart við sig.“ Og: „Arðsemi íslenskra bændabýla er neikvæð ef horft er framhjá opinberum styrkjum og er staðan einna verst innan þeirra flokka sem hafa notið mikillar tollverndar í gegnum tíðina. (…) Athygli vekur að eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu, að teknu tilliti framleiðslustyrkja, er garðyrkja,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að um 40% matvælaútgjalda íslenskra heimila megi rekja til vörutegunda þar sem tollvernd er við lýði. Fram kemur í áliti Viðskiptaráðs að meðalfjölskyldan á Íslandi myndi spara um 76.000 krónur á ári í útgjöldum til kaupa á matvöru ef tollur á innfluttar landbúnaðarvörur yrði afnuminn. Heildaráhrifin fyrir alla neytendur næmi 10 milljarða króna sparnaði á ári í formi lægra vöruverðs.Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs.En er æskilegt að fella nður tolla á landbúnaði strax eða í þrepum? „Við leggjum til að þetta sé gert í tveimur skrefum. Í fyrra skrefinu séu tollar á það sem við köllum iðnaðarframleiðslu, á alifuglakjöt og svínakjöt, felldir niður að fullu en tollar á hefðbundnari landbúnaðarframleiðslu, svo sem nautakjöt og lambakjöt, séu lækkaðir um það bil um helming. Í síðara skrefinu væru þessir tollar trappaðir niður líka,“ segir Björn Brynjúlfur Björnsson hagfræðingur Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð telur að einhliða niðurfelling tolla sé betri leið en að bíða eftir niðurfellingu á grundvelli tvíhliða fríverslunarsamninga. „Við höfnum alfarið þeim sjónarmiðum að tvíhliða samningar séu betri en einhliða niðurfelling til að lækka tolla og bæta kjör. Reynslan frá Nýja-Sjálandi sýnir þetta. Það ríki felldi niður tolla að mjög miklu leyti einhliða og það gagnaðist þeim í fríverslunarsamningum í kjölfarið og það gagnaðist landbúnaðinum líka sem er einn sá samkeppnishæfasti í heimi.“
Garðyrkja Landbúnaður Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Fleiri fréttir „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Sjá meira