Lyons LM2 Streamliner er 1.700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 15:06 Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent
Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent