Lyons LM2 Streamliner er 1.700 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 26. mars 2015 15:06 Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent
Einn alöflugasti bíll sem framleiddur hefur verið verður sýndur á bílasýningunni í New York sem hefst í næstu viku. Þessi bíll er í senn einn sá alljótasti að sögn þeirra bílablaðamanna sem fjallað hafa um bílinn á erlendum bílavefjum. Einn þeirra sagði reyndar að hann væri ljótasti bíll síðan Pontiak Aztek var framleiddur. Framleiðandi bílsins öfluga er Lyons Motor Car Limited sem staðsett er í New York. Bíllinn hefur fengið nafnið LM2 Streamliner og hann skartar 8,0 lítra V8 vél með tveimur forþjöppum sem skilar 1.700 hestöflum og 1.610 pund-feta togi. LM2 Streamliner er fjórhjóladrifinn og með 7 gíra DSG skiptingu. Allt þetta afl skilar bílnum í 100 km hraða á aðeins 2,2 sekúndum og 100 mílna hraða (161 km/klst) á 4,1 sekúndu. Þessi bíll ætti því að geta velgt bílum Koenigsegg undir uggum á sprettinum, en hvað útlit varðar keppir hann í flokki annarsskonar bíla.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent