Birkir: Við erum fínir á þessu gervigrasi líka Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 27. mars 2015 14:30 Birkir Bjarnason bar fyrirliðabandið á móti Belgíu á síðasta ári. vísir/getty Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. „Ég held að allir séu mjög spenntir fyrir leiknum. Við verðum að koma í gang spilinu okkar og láta boltann ganga með jörðinni eins og þessi völlur bíður upp á," sagði Birkir. „Þeir eru vanir að spila á þessu gervigrasi en mér sýnist það að við séum fínir á þessu gervigrasi líka miðað við þessar æfingar hjá okkur," sagði Birkir en hvernig er hótellífið í Astana. „Það er mjög fínt að vera hérna en það er svolítið kalt úti. Við erum bara að slaka á og venjast tímamismuninum. Það hefur aldrei verið vandamál hjá þessum hópi að ná ekki vel saman utan sem innan vallar," sagði Birkir. Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppninni í síðasta leik sem var í Tékklandi. „Við vorum ekki sáttir með það að tapa í Tékklandi og við erum búnir að fara mikið yfir þann leik til að sjá hvað við gerðum vitlaust. Vonandi lærum við af því og komum sterkari til baka," segir Birkir en hvað fór úrskeiðis í Tékklandi. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Við vorum búnir að vinna þrjá í röð og ég vil ekki segja að það hafi verið hræðsla en við tókum því kannski aðeins of rólega. Ég held að allir séu hundrað prósent klárir í því að taka þrjú stig," sagði Birkir og bætti við: „Við erum búnir að gleyma þessum Tékkleik og einbeitum okkur bara að leiknum á morgun. Við reynum að ná öllum stigunum," sagði Birkir. Íslenska liðið fékk góðan tíma til að venjast aðstæðum og Birkir fagnar þeirri ákvörðun. „Við erum búnir æfa á hverjum degi á þessum velli og þekkjum hann mjög vel núna. Þetta er mjög gott gervigras finnst mér," sagði Birkir. Birkir hefur verið að spila vel með Pescara á Ítalíu en hann hefur skorað 6 mörk í ítölsku b-deildinni á tímabilinu. „Ég er í mjög góðu formi. Ég kominn á fullt eftir jólin og mjög klár í 90 mínútur," sagði Birkir að lokum. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44 Lagerbäck: Eiður er enn með töfrafætur Landsliðsþjálfarinn segir að Eiður Smári Guðjohnsen hefði aldrei verið valinn í landsliðið nema vegna góðrar frammistöðu hans með Bolton. 27. mars 2015 12:00 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Birkir Bjarnason segir alla í íslenska karlalandsliðinu í fótbolta spennta og tilbúna fyrir leikinn á móti Kasakstan á morgun. „Ég held að allir séu mjög spenntir fyrir leiknum. Við verðum að koma í gang spilinu okkar og láta boltann ganga með jörðinni eins og þessi völlur bíður upp á," sagði Birkir. „Þeir eru vanir að spila á þessu gervigrasi en mér sýnist það að við séum fínir á þessu gervigrasi líka miðað við þessar æfingar hjá okkur," sagði Birkir en hvernig er hótellífið í Astana. „Það er mjög fínt að vera hérna en það er svolítið kalt úti. Við erum bara að slaka á og venjast tímamismuninum. Það hefur aldrei verið vandamál hjá þessum hópi að ná ekki vel saman utan sem innan vallar," sagði Birkir. Íslenska liðið tapaði sínum fyrsta leik í undankeppninni í síðasta leik sem var í Tékklandi. „Við vorum ekki sáttir með það að tapa í Tékklandi og við erum búnir að fara mikið yfir þann leik til að sjá hvað við gerðum vitlaust. Vonandi lærum við af því og komum sterkari til baka," segir Birkir en hvað fór úrskeiðis í Tékklandi. „Ég veit ekki alveg hvað gerðist. Við vorum búnir að vinna þrjá í röð og ég vil ekki segja að það hafi verið hræðsla en við tókum því kannski aðeins of rólega. Ég held að allir séu hundrað prósent klárir í því að taka þrjú stig," sagði Birkir og bætti við: „Við erum búnir að gleyma þessum Tékkleik og einbeitum okkur bara að leiknum á morgun. Við reynum að ná öllum stigunum," sagði Birkir. Íslenska liðið fékk góðan tíma til að venjast aðstæðum og Birkir fagnar þeirri ákvörðun. „Við erum búnir æfa á hverjum degi á þessum velli og þekkjum hann mjög vel núna. Þetta er mjög gott gervigras finnst mér," sagði Birkir. Birkir hefur verið að spila vel með Pescara á Ítalíu en hann hefur skorað 6 mörk í ítölsku b-deildinni á tímabilinu. „Ég er í mjög góðu formi. Ég kominn á fullt eftir jólin og mjög klár í 90 mínútur," sagði Birkir að lokum.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30 Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00 Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44 Lagerbäck: Eiður er enn með töfrafætur Landsliðsþjálfarinn segir að Eiður Smári Guðjohnsen hefði aldrei verið valinn í landsliðið nema vegna góðrar frammistöðu hans með Bolton. 27. mars 2015 12:00 Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45 Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Sjá meira
Eiður Smári: Ætla ekkert að gera það að vana mínum að grenja í sjónvarpinu Markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi „kvaddi“ fyrir hálfu öðru ári en snýr væntanlega aftur í liðið á morgun. 27. mars 2015 10:30
Frá íslensku, yfir á ensku og loks á rússnesku Vandræðalegur blaðamannafundur íslenska landsliðsins í Astana í morgun. 27. mars 2015 11:00
Strákarnir sungu fyrir Aron og færðu honum köku „Það var samt jafnframt erfitt að sætta sig við það að missa af þessu því auðvitað vildi ég vera þarna þegar sá litli fæddist,“ sagði Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði. 27. mars 2015 08:44
Lagerbäck: Eiður er enn með töfrafætur Landsliðsþjálfarinn segir að Eiður Smári Guðjohnsen hefði aldrei verið valinn í landsliðið nema vegna góðrar frammistöðu hans með Bolton. 27. mars 2015 12:00
Heimir: Bera ekkert minni virðingu fyrir okkur heldur en Tékkum „Við búumst við jöfnun leik og undirbúum okkur undir það," sagði Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundi í morgun. 27. mars 2015 09:45