Utanríkismálum útvistað til leikskóla segir Þorsteinn Pálsson Heimir Már Pétursson skrifar 15. mars 2015 12:09 Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun. Alþingi ESB-málið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhald viðræðna við Evrópusambandið fari fram undir lok kjörtímabilsins. Þorsteinn Pálsson segir engu líkara en utanríkismálum þjóðarinnar hafi verið útvistað til leikskólans Grænuborgar. Valgerður Sverrisdóttir fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins og formaður flokksins um tíma og Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra voru gestir Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Á landsþingi Framsóknarflokksins í janúar 2009 samþykkti flokkurinn ályktun um að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu og á sama fundi lét Valgerður af formennsku og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var kjörinn formaður. Ný forysta gerði ekkert með ályktun landsþingsins um Evrópumál. Þetta hefur valdið Valgerði Vonbrigðum. „Já, já auðvitað hefur það gert það. Ég hef nú að mestu leyti haldið mig til hlés en ég hef þó verið að starfa svolítið innan Já Ísland félagsskaparins. Og er ekki tilbúin að gefa þetta algerlega upp á bátinn,” segir Valgerður. Það sé þó ekki komið að því að þessi mál fæli hana úr Framsóknarflokknum. Valgerður segir enn vera fólk innan flokksins sem deili skoðunum með henni. Það velti nú fyrir sér hvað bréf Gunnars Braga Sveinssonar til Evrópusambandsins þýði. Hún telji krónuna ekki eiga framtíð fyrir sér þegar höft hafi verið afnumin. Það sé skynsamlegast að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru. Þorsteinn Pálsson fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins er gáttaður á stöðu utanríkismála. „Maður veit eiginlega ekki hvort á að taka þetta í alvöru eða gamni. Það er eiginlega engu líkara en að og ég hygg að ef maður myndi horfa á þetta utanfrá séð þá myndi maður halda að ríkisstjórnin hefði útvistað utanríkismálunum til leikskólans á Grænuborg,” sagði Þorsteinn.Ekki til Bessastaða? „Það má vel vera. Svo er spurningin hver er munurinn þar á milli,” segir Þorsteinn. Vísaði Þorsteinn til misvísandi túlkana utanríkisráðherra, formanns utanríkismálanefndar, Morgunblaðsins og fleiri á bréfi utanríkisráðherra til Evrópusambandsins. Forsætisráðherra hafi fullyrt að samráð hafi verið haft við Evrópusambandið um efni bréfsins. „En sniðganga á sama tíma lögbundið samráð við Alþingi Íslendinga. Þá eru einhverjar siðferðilegar stoðir brostnar,” segir Þorsteinn. Þetta sé mjög alvarlegt og það þurfi t.d. að upplýsa hvort þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af þessu. Það sé engin tilviljun að fylgi flokksins hafi hrunið eftir síðasta landsfund flokksins þar sem stefnan í Evrópumálum var samþykkt, hjá flokki sem áður hafi í áratugi hafi verið í forystu um utanríkismál þjóðarinnar. „Og ég sakna þess að flokkurinn hafi gefið það hlutverk eftir. Afleiðingin er sú að utanríkismálin eru eins og einhver skrípaleikur,” sagði Þorsteinn Pálsson á Sprengisandi í morgun.
Alþingi ESB-málið Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira