Siggi Sigurjóns fer á kostum í myndbandi Of Monsters and Men: "Of spennandi og skrýtið til að hafna því“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. mars 2015 19:31 Það er ekki annað hægt en að hrífast með Sigurði þegar horft er á myndband Of Monsters and Men við lagið Crystals. YouTube „Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og það minnkar ekkert við þetta,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi sveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Crystals. Hljómsveitinni bregður hvergi fyrir í myndbandinu heldur er aðeins skeggprúður Sigurður sem syngur af mikilli innlifun með laginu. „Það voru bara hljómsveitarmeðlimir sem fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í þessu og mér fannst það of spennandi og skrýtið til að hafna því. Ég hafði aldrei gert svona nokkuð áður þannig að mér fannst tilvalið að prufa þetta enda var ég í góðum höndum meðlima hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður um verkefnið. Myndbandið var tekið upp fyrir nokkrum dögum og gekk Sigurði að eigin sögn býsna vel að læra textann og þurfti ekki margar tökur til að ná honum réttum. „Ég fékk ekki langan aðdraganda að þessu en það hófst enda er þetta góð melódía þannig að það var auðvelt að læra textann,“ segir Sigurður. Tónlist Tengdar fréttir Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég hef verið mikill aðdáandi hljómsveitarinnar og það minnkar ekkert við þetta,“ segir leikarinn Sigurður Sigurjónsson sem fer með aðalhlutverkið í nýju myndbandi sveitarinnar Of Monsters and Men við lagið Crystals. Hljómsveitinni bregður hvergi fyrir í myndbandinu heldur er aðeins skeggprúður Sigurður sem syngur af mikilli innlifun með laginu. „Það voru bara hljómsveitarmeðlimir sem fóru þess á leit við mig að ég tæki þátt í þessu og mér fannst það of spennandi og skrýtið til að hafna því. Ég hafði aldrei gert svona nokkuð áður þannig að mér fannst tilvalið að prufa þetta enda var ég í góðum höndum meðlima hljómsveitarinnar,“ segir Sigurður um verkefnið. Myndbandið var tekið upp fyrir nokkrum dögum og gekk Sigurði að eigin sögn býsna vel að læra textann og þurfti ekki margar tökur til að ná honum réttum. „Ég fékk ekki langan aðdraganda að þessu en það hófst enda er þetta góð melódía þannig að það var auðvelt að læra textann,“ segir Sigurður.
Tónlist Tengdar fréttir Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18 Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00 Mest lesið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ Lífið Einar fékk meira hár en Baldur Lífið „Ég er sáttur við það dagsverk“ Menning Súrrealísk upplifun í prinsessuleik í Versölum Lífið Rúrik mætti með kærustuna í brúðkaupið Lífið Bylgjulestin mætir á Hjarta Hafnarfjarðar á laugardag Lífið samstarf Reykjalundur hlýtur alþjóðlega gæðavottun fyrir endurhæfingarþjónustu Lífið samstarf „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Lífið Myndaveisla frá Hallormsstað - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Fleiri fréttir Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Tom Hanks óborganlegur í nýju tónlistarmyndbandi Carly Ray Jepsen „Af hverju ekki ég,“ sagði Óskarsverðlaunahafinn þegar honum var sagt frá myndbandinu. 7. mars 2015 19:18
Hlustaðu á nýtt lag Of Monsters And Men Fyrsta smáskífa plötunnar Beneath The Skin er komin út. 16. mars 2015 19:00