Íslamska ríkið hefur margoft kallað eftir árásum í Túnis Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2015 19:33 Öryggissveitir felldu tvo árásarmenn og leitað er að tveimur til þremur til viðbótar. Vísir/EPA Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015 Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Aðilar tengdir Íslamska ríkinu hafa fagnað hryðjuverkaárásinni í Túnisborg á samfélagsmiðlum í dag. Undanfarna mánuði hafa ISIS birt fjölda skilaboða til stuðningsmanna sinna á samfélagsmiðlum eins og Twitter þar sem þeir hafa kallað eftir árásum þar í landi í þeirra nafni. Minnst tuttugu féllu í árásinni og um 50 særðust, samkvæmt AP fréttaveitunni. Tveir vígamenn féllu í átökum við öryggissveitir, en forsætisráðherra Túni segir að leitað sé að tveimur til þremur til viðbótar.Árásarmennirnir skutu á rútu fulla af ferðamönnum.Vísir/EPAÞann 15. mars birti birtu ISIS myndband af vígamanni sem veitti Boko Haram ráð í baráttu þeirra. Þar að auki bað hann íslamista í Túnis um að fylgja í fótspor Boko Haram og ganga til liðs við ISIS. Þetta kemur fram á vef samtakanna Site Intelligence, en þau fylgjast með öfgahópum og einstaklingum á samfélagsmiðlum. Sama dag voru birt skilaboð sem áttu að vera frá vígahópnum Jund al-Khilafah í Túnis: „Bíðið eftir þeim tíðindum sem munu færa ykkur og öllum múslimum gleði, fljótlega.“ Rita Katz, yfirmaður Site, segir að ekki sé víst að ISIS hafi staðið að baki árásinni, en stuðningsmenn þeirra hafa gefið það í skyn. Vígamennirnir skutu á ferðamenn í morgun úr árásarrifflum, þar sem þau stigu úr rútum við safn í Túnisborg. Habib Essid, forsætisráðherra Túnis, segir að meðal hinna látnu séu tveir heimamenn. Öryggisvörður og ræstitæknir. Hinir sem féllu eru ferðamenn frá Ítalíu, Póllandi, Þýskalandi og Spáni. No official claim made yet for #Tunisian attack, but if linked to #ISIS, it wouldn't have come from nowhere. http://t.co/i0V1cltpbQ— Rita Katz (@Rita_Katz) March 18, 2015
Mið-Austurlönd Túnis Tengdar fréttir Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Sjá meira
Nítján látnir eftir árás á safni í miðborg Túnisborgar Sautján ferðamenn eru á meðal þeirra sem fórust í árás á Bardo-safnið í miðborg Túnis fyrr í dag. 18. mars 2015 12:50