Hvaða bergtegund er steinn Íslands? Kristján Már Unnarsson skrifar 22. febrúar 2015 20:02 Haraldur Sigurðsson handleikur móberg, sem að hans mati er steinn Íslands. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness. Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Ef Ísland á mikið af einhverju, þá er það sennilega helst af grjóti. En hver skyldi vera steinn Íslands? Þessa spurningu lagði Kristján Már Unnarsson fyrir einn kunnasta jarðvísindamann Íslendinga, Harald Sigurðsson eldfjallafræðing. Á Eldfjallasafninu í Stykkishólmi er Haraldur með sýnishorn ef öllu því grjóti sem finnst á Íslandi. Bergtegundirnar eru raunar ekki fleiri en svo að þær komast allar fyrir á einu borði á safninu, eins og sjá mátti í frétt Stöðvar 2. En er hægt að tala um að einhver ein bergtegund einkenni Ísland umfram aðrar? „Það er ein steintegund sem ætti að vera steinn Íslands og það er móbergið,” svarar Haraldur. „En það er ekki mjög fallegt berg og eiginlega ekki gagnlegt til neins. Það er ekki hægt að byggja úr því. En það er mjög sjaldgæft erlendis en mjög algengt á Íslandi.” Móberg myndast við gos undir jökli eða í sjó, þegar yfir þúsund stiga heit hraunkvikan kemst í snertingu við vatn. Við það verða miklar gufusprengingar, kvikan tætist upp og verður að ösku, eins og sást til dæmis í Eyjafjallajökli, Grímsvötnum og Surtsey. „Svo fellur askan til jarðar, þjappast saman, harðnar og myndar móberg. Það er mjög lítið til af því annarsstaðar en á Íslandi, af því að við höfum þessar sérstöku aðstæður með ís og eld, jökul og eldgos undir jökli,” segir Haraldur Sigurðsson. Í þáttunum „Um land allt" á Stöð 2 fyrr í mánuðinum fylgdi Haraldur áhorfendum um Stykkishólm og Eldfjallasafnið og einnig um eldgarð Snæfellsness.
Eldgos og jarðhræringar Stykkishólmur Um land allt Tengdar fréttir Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13 Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45 Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16 Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Skjálftavirkni mælist undir eldstöðvum Snæfellsness Ný rannsókn þýskra vísindamanna sýnir að bæði Snæfellsjökull og Ljósufjöll eru virkar eldstöðvar. 9. febrúar 2015 19:13
Tunglfarar hefðu átt að æfa sig í Hrappsey Hrappsey á Breiðafirði er einstök í íslenskri jarðsögu og er bergið þar mjög sjaldgæft á jörðinni. 3. febrúar 2015 21:45
Sjáðu breytingarnar á gosinu í Holuhrauni: Haraldur ansi sannspár Myndband þyrluflugmanns sýnir breytingarnar á gosinu 19. febrúar 2015 16:16
Kvika frá Krýsuvík gæti gosið upp í Reykjavík Eldgos gæti komið upp í jaðri Reykjavíkur, í sprungukerfi frá Krýsuvíkureldstöðinni. 11. febrúar 2015 20:32