Redknapp: Miðjumenn Arsenal gætu ekki tæklað kvöldmatinn sinn | Sjáðu mörkin Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. febrúar 2015 09:45 Oliver Giroud, framherji Arsenal, sársvekktur í gærkvöldi. vísir/getty Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1: Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Arsenal er í vondum málum í Meistaradeildinni og stefnir allt í að liðið falli úr leik í 16 liða úrslitum fimmta árið í röð. Það tapaði á heimavelli, 3-1, fyrir franska liðinu Monaco í gær, en síðasta markið fékk það á sig á fjórðu mínútu í uppbótartíma, þremur mínútum eftir að minnka muninn í 2-1.Sjá einnig:Berbatov: Arsenal hafði ekki efni á því að vanmeta okkur Monaco var mun sterkara á miðjunni þar sem Geoffrey Kondogbia, leikmaður franska liðsins, fór á kostum, en hann skoraði einnig fyrsta mark leiksins. „Arsenal var stöðvað á miðjunni. Mér fannst Coquelin ekki svo slakur en hann var tekinn út af þegar hann fékk gula spjaldið. Þá var Arsenal bara með Cazorla, frábæran sóknarmann, Rosicky og Alex Oxlade-Chamberlain inn á miðjunni,“ sagði Jamie Redknapp, sérfræðingur Sky Sports, eftir leikinn. „Sú miðja gæti ekki tæklað kvöldmatinn sinn! Kondogbia var stórkostlegur fyrir Monaco. Hann er nákvæmlega sá leikmaður sem Arsenal þarf á að halda,“ bætti hann við. Graeme Souness, fyrrverandi leikmaður og stjóri Liverpool, tók undir með enska landsliðsmanninum fyrrverandi.Sjá einnig:Wenger: Fótboltaleikir vinnast ekki á pappír „Arsenal var svo óskipulagt. Arsene Wenger reynir alltaf að spila einhvern frábæran fótbolta. Liðið er með alla þessa skapandi leikmenn sem vilja sækja en öll lið sem afreka eitthvað eru með mismunandi leikmenn innan sinna raða. Þau eru bæði með leikmenn sem geta sótt og þá sem losa pressuna á sitt eigið lið,“ sagði Graeme Souness. „Ég hef sagt það margsinnis áður, að það er alltof auðvelt að spila á móti Arsenal. Meðal gott lið í Evrópu valtaði yfir það í kvöld.“Kodogbia kemur Monaco yfir: Berbatov kemur Monaco í 2-0: Uxinn minnkar muninn fyrir Arsenal: Carrasco klárar leikinn, 3-1:
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25 Mest lesið Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Sjá meira
Monaco niðurlægði Arsenal | Sjáðu mörkin Monaco er í frábærum málum í Meistaradeildinni eftir ótrúlegan 1-3 sigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum keppninnar. 25. febrúar 2015 15:25