Engin bein áhrif en lögreglustjóra til álitshnekkis Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. febrúar 2015 19:12 Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér. Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og fyrrverandi lögreglustjóri á Suðurnesjum var ekki innan valdheimilda þegar hún sendi Gísla Freyr Valdórssyni fyrrverandi aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um hælisleitandann hælisleitendur. Úrskurðurinn var birtur fyrir aðilum málsins í dag, þ.e. kvartendum Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleirum og Sigríði Björk Guðjónsdóttur lögreglustjóra. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Gísli Freyr Valdórsson þáverandi aðstoðarmaður innanríkisráðherra ræddi þrívegis í síma við Sigríði Björk daginn sem trúnaðargögn um hælisleitendur birtist í fjölmiðlum. Úrskurðurinn er dagsettur 25. febrúar og undir hann ritar meðal annars Björg Thorarensen, lagaprófessor, sem er stjórnarformaður Persónuverndar. Í úrskurðarorði segir: „Miðlun Lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos og Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar að lútandi, studdist ekki við viðhlítandi lagaheimild.“Stefán Karl Kristjánsson hrl. er lögmaður Tony Omos.„Það er vissulega rétt að þetta er niðurstaða í málinu. Næstu dagar fara í að lesa úrskurðinn og athuga hvaða þýðingu hann hefur fyrir minn umbjóðanda,“ segir Stefán Karl Kristjánsson lögmaður Tony Omos. Stefán Karl útilokar ekki að umbjóðandi hans leiti réttar síns í formi skaðabóta. Er lögreglustjóra sem brýtur lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga sætt í embætti? „Það er einfaldlega spurning sem lögreglustjóri þarf að svara sjálfur. Ég vænti þess að lögreglustjóri ræði við sína yfirmenn og aðra og meti sína stöðu,“ segir Stefán Karl.Þarf ekki sjálfkrafa að segja af sér Úrskurður Persónuverndar hefur ekki sjálfkrafa þau réttaráhrif að Sigríður Björk þurfi að segja af sér sem lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Segja má að úrskurðurinn sé lögreglustjóranum til álitshnekkis enda var um að ræða viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um einstaklinga og engin lagaheimild til staðar fyrir miðlun þeirra.Ólöf Nordal innanríkisráðherra hyggst gefa sér nokkra daga til að fara yfir úrskurð Persónuverndar og að svo búnu tjá sig um málið.Jóhannes Tómasson, upplýsingafulltrúi innanríkisráðuneytisins, segir Ólöfu Nordal innanríkisráðherra hafa fengið úrskurðinn í hendur. Ráðherrann muni gefa sér tíma á næstu dögum til að fara yfir hann og að svo búnu tjá sig um niðurstöðuna. Sigríður Björk segir sjálf í yfirlýsingu sem hún sendi nú undir kvöld að hún telji sig hafa verið innan lagaheimilda þegar lögreglan á Suðurnesjum sendi gögn til innanríkisráðuneytisins. Sjá hér.
Lekamálið Tengdar fréttir Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27 Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Yfirlýsing frá Sigríði Björk: Segist ekki hafa brotið lög Sigríður Björk Guðjónsdóttir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna niðurstöðu Persónuverndar sem kynnt var fyrr í dag. 27. febrúar 2015 18:27
Sigríður Björk braut lög þegar hún sendi Gísla Frey greinargerðina Lögreglustjórinn sendi aðstoðarmanninum greinargerðina í tölvupósti daginn sem fréttir voru birtar byggðar á minnisblaði sem Gísli Freyr lak úr innanríkisráðuneytinu. 27. febrúar 2015 16:13