Lars: Ísland er eitt skipulagðasta landslið heims Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. febrúar 2015 13:00 Knattspyrnumenn hafa boltann að meðaltali í tæpa mínútu í hverjum leik og því snýst nær allur leikurinn um að hlaupa úr sér lungun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, ræddi þetta í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags Atvinnumrekanda í gær þar sem hann talaði um leiðtogahlutverkið. Hann sagði fundargestum frá líklega bestu 90 sekúndum liðsins undir hans stjórn. Það var þegar liðið hélt boltanum í hálfa aðra mínútu gegn Noregi og skoraði svo mark sem tryggði liðinu í umspil um sæti á HM 2014. Það myndbrot fá strákarnir að sjá reglulega.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og því rak ég hann heim „Þeir spiluðu 90 sekúndur af fótbolta sem sést sjaldan. Vitið þið hversu margar sekúndur menn hafa boltann í heildina í fótboltaleik? Í dag í alþjóðlegum fótbolta eru þetta milli 30-45 sekúndur. 89 mínútur í fótboltaleik snúast því um að hlaupa. Þetta vilja leikmennirnir ekki heyra því þeir vilja auðvitað hafa boltann,“ sagði Lars sem leggur mikið upp úr því að leikmenn sínir hlaupi stanslaust allan leikinn. „En svona er fótboltinn og því verða menn að hafa vilja til að hlaupa. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að sætta sig við. Og strákarnir hafa tekið þessu og staðið sig mjög vel.“Ísland spilaði frábærlega á móti Hollandi og vann 2-0 sigur.vísir/andri marinóEndurtekningar mikilvægar Svíinn talaði einnig um hversu mikilvægar endurtekningar eru í fótbolta þannig leikmennirnir geti brugðist við því sem kemur upp og séu vanir leikkerfinu. Gott sé að þróa lið í fáum skrefum. „Stundum gleymum við að endurtaka það sem við erum góðir í. Þjálfari, sem kenndi mér á áttunda áratugnum, sagði mér að endurtaka sama hlutinn 2-3 sinnum í viku með liðið. Leikmenn koma í landsliðið frá mismunandi félagsliðum þannig við verðum að minna þá á þetta,“ sagði Lars. „Svo er líka mikilvægt að þróa liðið smám saman. Ég komst að því þegar við komum Svíþjóð á fyrsta stórmótið mitt. Við spiluðum frábærlega í undankeppninni og unnum alla leikina nema einn þar sem við gerðum jafntefli við England. Við skoruðum tíu mörk en fengum bara á okkur eitt. Því ákváðum við að eyða öllum þremur vikunum fyrir mótið að bæta sóknarleikinn.“ „Þegar við mættum á mótið náðum við einu jafntefli og töpuðum tveimur leikjum. Ég lærði af þessu að þróa lið hægt frekar en hratt. Menn eiga að vera metnaðarfullir en ekki um of,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Þessi þrautreyndi þjálfari, sem hefur þjálfað sænska, nígeríska og íslenska landsliðið á sínum ferli, segir gríðarlega mikilvægt að finna réttu blönduna í liðið. Því séu ekkert alltaf bestu fótboltamennirnir í byrjunarliðinu. „Þetta eru mikilvægir hlutir þegar kemur að því að byggja upp lið. Það er til dæmis ekki hægt að bera saman leikmann eins og Kára Árnason og Gylfa Þór. Hæfileikar þeirra eru mismunandi. Eitt það áhugaverðasta við að vera fótboltaþjálfari er að finna rétta jafnvægið í liðinu. Maður er því ekkert með bestu leikmennina alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði hann.Gylfi Þór Sigurðsson er ólíkur Kára Árnasyni en báðir eru mikilvægir íslenska landsliðinu.vísir/anton brinkAllt saman spurning um jafnvægi Hann veit vel af því að fólk spyr sig hvers vegna Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hafi setið nær allan tímann á bekknum í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM. Í hans stað spilaði Jón Daði Böðvarsson sem var nú ekki beint að kveikja í norsku úrvalsdeildinni þegar hann fékk tækifærið síðasta haust. Jón Daði kom aftur á móti gríðarlega sterkur inn í liðið og spilaði frábærlega. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars og hrósaði íslenska liðinu í hástert. „Ísland og Svíþjóð munu aldrei eiga bestu leikmenn heims, en við ættum að einbeita okkur að því að vera bestir þar sem við getum skarað fram úr. Ég myndi segja að Ísland er eitt best skipulagða landslið í dag. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þeir hafa staðið sig frábærlega og taka ábyrgð. Þetta er bara eitthvað í íslenska umhverfinu; þið takið ábyrgð á eigin gjörðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur. Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira
Knattspyrnumenn hafa boltann að meðaltali í tæpa mínútu í hverjum leik og því snýst nær allur leikurinn um að hlaupa úr sér lungun. Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara karla í fótbolta, ræddi þetta í fyrirlestri sínum á opnum fundi Félags Atvinnumrekanda í gær þar sem hann talaði um leiðtogahlutverkið. Hann sagði fundargestum frá líklega bestu 90 sekúndum liðsins undir hans stjórn. Það var þegar liðið hélt boltanum í hálfa aðra mínútu gegn Noregi og skoraði svo mark sem tryggði liðinu í umspil um sæti á HM 2014. Það myndbrot fá strákarnir að sjá reglulega.Sjá einnig:Lars: Zlatan þurfti að taka ábyrgð á gjörðum sínum og því rak ég hann heim „Þeir spiluðu 90 sekúndur af fótbolta sem sést sjaldan. Vitið þið hversu margar sekúndur menn hafa boltann í heildina í fótboltaleik? Í dag í alþjóðlegum fótbolta eru þetta milli 30-45 sekúndur. 89 mínútur í fótboltaleik snúast því um að hlaupa. Þetta vilja leikmennirnir ekki heyra því þeir vilja auðvitað hafa boltann,“ sagði Lars sem leggur mikið upp úr því að leikmenn sínir hlaupi stanslaust allan leikinn. „En svona er fótboltinn og því verða menn að hafa vilja til að hlaupa. Þetta eru staðreyndir sem menn verða að sætta sig við. Og strákarnir hafa tekið þessu og staðið sig mjög vel.“Ísland spilaði frábærlega á móti Hollandi og vann 2-0 sigur.vísir/andri marinóEndurtekningar mikilvægar Svíinn talaði einnig um hversu mikilvægar endurtekningar eru í fótbolta þannig leikmennirnir geti brugðist við því sem kemur upp og séu vanir leikkerfinu. Gott sé að þróa lið í fáum skrefum. „Stundum gleymum við að endurtaka það sem við erum góðir í. Þjálfari, sem kenndi mér á áttunda áratugnum, sagði mér að endurtaka sama hlutinn 2-3 sinnum í viku með liðið. Leikmenn koma í landsliðið frá mismunandi félagsliðum þannig við verðum að minna þá á þetta,“ sagði Lars. „Svo er líka mikilvægt að þróa liðið smám saman. Ég komst að því þegar við komum Svíþjóð á fyrsta stórmótið mitt. Við spiluðum frábærlega í undankeppninni og unnum alla leikina nema einn þar sem við gerðum jafntefli við England. Við skoruðum tíu mörk en fengum bara á okkur eitt. Því ákváðum við að eyða öllum þremur vikunum fyrir mótið að bæta sóknarleikinn.“ „Þegar við mættum á mótið náðum við einu jafntefli og töpuðum tveimur leikjum. Ég lærði af þessu að þróa lið hægt frekar en hratt. Menn eiga að vera metnaðarfullir en ekki um of,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Þessi þrautreyndi þjálfari, sem hefur þjálfað sænska, nígeríska og íslenska landsliðið á sínum ferli, segir gríðarlega mikilvægt að finna réttu blönduna í liðið. Því séu ekkert alltaf bestu fótboltamennirnir í byrjunarliðinu. „Þetta eru mikilvægir hlutir þegar kemur að því að byggja upp lið. Það er til dæmis ekki hægt að bera saman leikmann eins og Kára Árnason og Gylfa Þór. Hæfileikar þeirra eru mismunandi. Eitt það áhugaverðasta við að vera fótboltaþjálfari er að finna rétta jafnvægið í liðinu. Maður er því ekkert með bestu leikmennina alltaf í byrjunarliðinu,“ sagði hann.Gylfi Þór Sigurðsson er ólíkur Kára Árnasyni en báðir eru mikilvægir íslenska landsliðinu.vísir/anton brinkAllt saman spurning um jafnvægi Hann veit vel af því að fólk spyr sig hvers vegna Alfreð Finnbogason, markahæsti leikmaður hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, hafi setið nær allan tímann á bekknum í fyrstu fjórum leikjum Íslands í undankeppni EM. Í hans stað spilaði Jón Daði Böðvarsson sem var nú ekki beint að kveikja í norsku úrvalsdeildinni þegar hann fékk tækifærið síðasta haust. Jón Daði kom aftur á móti gríðarlega sterkur inn í liðið og spilaði frábærlega. „Þetta er spurning um jafnvægi. Þó við reynum alltaf að hugsa um okkar styrkleika verður maður að taka mið af hverju mótherjinn er góður í. Þetta er eitt af þessu áhugaverða við fótbolta,“ sagði Lars og hrósaði íslenska liðinu í hástert. „Ísland og Svíþjóð munu aldrei eiga bestu leikmenn heims, en við ættum að einbeita okkur að því að vera bestir þar sem við getum skarað fram úr. Ég myndi segja að Ísland er eitt best skipulagða landslið í dag. Allir leikmennirnir vita hvað þeir eiga að gera og þeir hafa staðið sig frábærlega og taka ábyrgð. Þetta er bara eitthvað í íslenska umhverfinu; þið takið ábyrgð á eigin gjörðum,“ sagði Lars Lagerbäck. Fyrirlestur Lars Lagerbäcks má sjá í spilaranum hér að ofan. Ef hann byrjar ekki á réttum stað má spóla á 55:50. Hann er um 35 mínútur.
Íslenski boltinn Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ Fótbolti Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Fótbolti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ Fótbolti „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ María skorað þriðjung marka Linköping í deildinni Börsungar á toppinn Fiorentina enn án sigurs eftir jafntefli í Toskana-slagnum Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Sjá meira