Sérfræðingarnir spá virkilega spennandi úrslitaþætti Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2015 18:53 Salka Sól, Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís, kynnar Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár. Þórdís Inga Þórarinsdóttir. Spennan magnast fyrir úrslitaþátt söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Sjö lög keppa þar um hylli áhorfenda og dómnefndar í þeirri von um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppn evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í Austurríki. Greint hefur verið frá spám veðbanka en Friðriki Dór, sem flytur lagið Once Again, er í dag spáð sigri í Söngvakeppninni af sænskum sérfræðingum á vef Betsson. Maríu Ólafsdóttur er spáð öðru sæti en hún flytur lagið Unbroken. Þá er laginu Piltur og stúlka spáð þriðja sætinu en það er í flutning Björns Jörundar og félaga.Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppni SjónvarpsinsDr. GunniStefán KarlssonVísir ákvað að heyra hljóðið í nokkrum áhugamönnum um Söngvakeppnina. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, spáir því að Friðrik Dór verði fulltrúi Íslendinga í Eurovision þegar kvöldið er liðið. „Það eru mörg ágætis lög í ár,“ segir Gunni og telur þrjú lög eiga möguleika á að komast í tveggja laga einvígið. Þau eru Piltur og stúlka, Unbroken og Once Again. „Segjum bara að Friðrik Dór fari til Austurríkis, þetta er svo gott hjá honum á ensku.“Sjá einnig:Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin Reynir Þór Eggertsson. GVAEurovision-fræðingurinn Reynir Þór Eggertsson fer þvert á alla veðbanka og spáir laginu Dance Slow, í flutningi hinnar 16 ára gömlu Elínar Sif Halldórsdóttur, sigri í kvöld. „Ég spáði í dag að Friðrik Dór og Elín Sif muni mætast í einvíginu og Dance Slow muni viunna. Það er ekki gott að skipta um skoðun samdægurs en ég veit ekki neitt. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Reynir Þór.Alma ásamt sænska Eurovision-faranum Eric Saade.Þá var einnig rætt við Ölmu Tryggvadóttir en hún er í stjórn FÁSES, Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en félagsmenn munu fjölmenna í Háskólabíói í kvöld þar sem úrslitin fara fram. Klúbburinn er partur af alþjóðlegum samtökum sem kallast OGAE og hefur íslenski klúbburinn verið starfræktur frá 2011. Hún spáir lögum Friðriks Dórs, Maríu Ólafs og hljómsveitarinnar Sunday, sem flytur Feathers, góðu gengi. „Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk. Ég held að Friðrik Dór og Feathers endi í úrslitunum og held að Friðrik Dór standi uppi sem sigurvegari í kvöld, segir Alma. Eurovision Tengdar fréttir Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Spennan magnast fyrir úrslitaþátt söngvakeppni Sjónvarpsins í kvöld. Sjö lög keppa þar um hylli áhorfenda og dómnefndar í þeirri von um að verða framlag Íslendinga í Eurovision, söngvakeppn evrópskra sjónvarpsstöðva, í Vín í Austurríki. Greint hefur verið frá spám veðbanka en Friðriki Dór, sem flytur lagið Once Again, er í dag spáð sigri í Söngvakeppninni af sænskum sérfræðingum á vef Betsson. Maríu Ólafsdóttur er spáð öðru sæti en hún flytur lagið Unbroken. Þá er laginu Piltur og stúlka spáð þriðja sætinu en það er í flutning Björns Jörundar og félaga.Sjá einnig: Saga einvíga í Söngvakeppni SjónvarpsinsDr. GunniStefán KarlssonVísir ákvað að heyra hljóðið í nokkrum áhugamönnum um Söngvakeppnina. Tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, spáir því að Friðrik Dór verði fulltrúi Íslendinga í Eurovision þegar kvöldið er liðið. „Það eru mörg ágætis lög í ár,“ segir Gunni og telur þrjú lög eiga möguleika á að komast í tveggja laga einvígið. Þau eru Piltur og stúlka, Unbroken og Once Again. „Segjum bara að Friðrik Dór fari til Austurríkis, þetta er svo gott hjá honum á ensku.“Sjá einnig:Hvaða lag verður framlag Íslands í Eurovision? Sjáðu öll lögin Reynir Þór Eggertsson. GVAEurovision-fræðingurinn Reynir Þór Eggertsson fer þvert á alla veðbanka og spáir laginu Dance Slow, í flutningi hinnar 16 ára gömlu Elínar Sif Halldórsdóttur, sigri í kvöld. „Ég spáði í dag að Friðrik Dór og Elín Sif muni mætast í einvíginu og Dance Slow muni viunna. Það er ekki gott að skipta um skoðun samdægurs en ég veit ekki neitt. Þetta verður mjög spennandi,“ segir Reynir Þór.Alma ásamt sænska Eurovision-faranum Eric Saade.Þá var einnig rætt við Ölmu Tryggvadóttir en hún er í stjórn FÁSES, Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en félagsmenn munu fjölmenna í Háskólabíói í kvöld þar sem úrslitin fara fram. Klúbburinn er partur af alþjóðlegum samtökum sem kallast OGAE og hefur íslenski klúbburinn verið starfræktur frá 2011. Hún spáir lögum Friðriks Dórs, Maríu Ólafs og hljómsveitarinnar Sunday, sem flytur Feathers, góðu gengi. „Öll lögin í úrslitunum eru mjög sterk. Ég held að Friðrik Dór og Feathers endi í úrslitunum og held að Friðrik Dór standi uppi sem sigurvegari í kvöld, segir Alma.
Eurovision Tengdar fréttir Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36 Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20 Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00 Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35 Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00 Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Lay Low á Grand Rokk Tónlist Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Sjá meira
Ástralía tekur þátt í Eurovision í ár Þjóðin fær þátttökurétt í tilefni sextíu ára afmælis keppninnar. 10. febrúar 2015 17:36
Fimm lög verða flutt á ensku í úrslitakeppninni Lögin verða flutt á því tungumáli sem þau yrði flutt í Austurríki 11. febrúar 2015 16:20
Söngvakeppnin brýtur eigin reglur Nöfn dómnefndarmanna áttu að vera opinber viku fyrir úrslitin - Leynidómnefndin sem valdi lag í úrslitin fæst ekki opinberuð. 9. febrúar 2015 11:00
Frikka Dór spáð sigri í Eurovision Friðriki Dór er nú spáð sigri í undankeppni Eurovision sem fram fer í Háskólabíó en fyrr í þessari viku var Birni Jörundi og félögum spáð efsta sætinu. 14. febrúar 2015 15:35
Fréttaskýring: Saga einvíga í Söngvakeppni Sjónvarpsins Einvígin voru sett á eftir umdeild úrslit árið 2012. 14. febrúar 2015 12:00