Er annar jeppi í smíðum hjá Bentley? Finnur Thorlacius skrifar 16. febrúar 2015 15:12 Bentley Bentayga fer í sölu á næsta ári. Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda. Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent
Jeppinn Bentayga er á leiðinni frá breska lúxusbílaframleiðandanum Bentley og hefst sala á honum á næsta ári. Top Gear Magazine er þó á því að þar verði ekki staðar numið hjá Bentley að herja á sívaxandi markað fyrir fjórhjóladrifna og torfæruhæfa bíla frá fyrirtækinu. Þeir hjá Top Gear segjast hafa hermt frá forstjóra Bentley að öllu minni slíkur bíll, sem jafnvel gæti talist jepplingur, sé einnig á teikniborðinu hjá Bentley og að Bentley ætli ekki að láta þennan vaxandi markað framhjá sér fara. Það ætla Jaguar og Maserati ekki heldur að gera, enda eru jeppar á leiðinni frá báðum þeim fyrirtækjum. Bentley mun þó ekki kynna nýjan jeppa/jeppling fyrr en árið 2019 og allar líkur eru á því að hann verði með „coupe“-formi, líkt og X6 bíll BMW og GLE Coupe frá Mercedes Benz og keppa við þá um hylli kaupenda.
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent