Sacchi: Ég er ekki rasisti - hér er bara of mikið af svörtum leikmönnum Tómas Þór Þórðarson skrifar 17. febrúar 2015 10:00 Arrigo Sacchi með Carlo Ancelotti sem einnig þjálfaði Milan og er nú þjálfari Real Madrid. vísir/getty Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“ Ítalski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira
Arrigo Sacchi, fyrrverandi landsliðsþjálfari Ítalíu, kom sér í vandræði í gær þegar hann sagði of marga svarta leikmenn vera að koma upp úr yngri flokkum ítalskra knattspyrnuliða. „Ég er sannarlega enginn rasisti eins og saga mín sem þjálfari hefur sannað. Það byrjaði allt með Frank Rikjaard,“ hefur ítalska íþróttablaðið La Gazetta dello Sport eftir Sacchi, en hann lét orðin falla á verðlaunaafhendingu. „Eftir að hafa horft á Viareggio-mótið langar mig að segja að það eru of margir svartir leikmenn hérna, meira að segja í unglingaliðunum.“ „Ítalía hefur enga sjálfsvirðingu lengur og ekkert stolt. Það á ekki að vera þannig að liðin okkar séu með 15 erlenda leikmenn í hópnum.“ Viareggio-mótið er afar virt unglingamót sem haldið er árlega í Toskanahéraði. Sacchi, sem varð fyrst frægur undir lok níunda áratugs síðustu aldar þegar hann vann tvo Evróputitla í röð með AC Milan, vildi leiðrétta ummæli sín í dag. Hann sagði þau tekin úr samhengi. Leiðrétting hans er þó ekkert mikið betri því hann er enn á sama máli. „Það sem ég sagði var rangtúlkað. Haldið þið virkilega að ég sé rasisti? Það eina sem ég sagði er að ég sá leik þar sem fjórir litaðir strákar spiluðu,“ sagði hann við La Gazetta dello Sport. „Sagan mín talar fyrir sig sjálf. Ég hef alltaf þjálfað lið með frábærum leikmönnum af öllum kynþáttum. Ég fékk líka til mín mikið af leikmönnum til Milan og Real Madrid.“ „Ég vildi bara undirstrika að við erum að tapa þjóðarstoltinu okkar sem og okkar þjóðareinkenni.“
Ítalski boltinn Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Sjá meira