Mini Minor í samstarfi með Toyota Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 09:00 Mini Rocketman. Mini bílafyrirtækið er í eigu BMW og nú þegar á BMW í samstarfi við Toyota við þróun og smíði smávaxins sportbíls sem gárungarnir hafa kallað hina nýju Toyota Supra eða arftaka BMW Z4. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja þar sem til stendur að hanna og smíða saman nýjan undirvagn undir nýjan Mini bíl sem fá mun nafnið Mini Minor og yrði minnsti bíllinn í Mini fjölskyldunni. Þennan undirvagn ætlar Toyota svo einnig að nota fyrir einhvern sinna bíla. Hugmyndin af nýjum og agnarsmáum Mini er ekki ný af nálinni en slíkur bíll var kynntur fyrir 4 árum á bílasýningunni í Genf og kallaður þar Mini Rocketman. Mini hefur allar götur síðan þá hummað af sér smíði þess bíls og hefur greinilega leitað í nokkurn tíma samstarfs við annan bílaframleiðanda við þróun hans til að minnka kostnað. Nú er hann fundinn og í sjálfu sér eðlilegt framhald af samstarfi við Toyota með smáa sportbílinn. Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent
Mini bílafyrirtækið er í eigu BMW og nú þegar á BMW í samstarfi við Toyota við þróun og smíði smávaxins sportbíls sem gárungarnir hafa kallað hina nýju Toyota Supra eða arftaka BMW Z4. Fyrirtækin tvö ætla ekki að láta þar við sitja þar sem til stendur að hanna og smíða saman nýjan undirvagn undir nýjan Mini bíl sem fá mun nafnið Mini Minor og yrði minnsti bíllinn í Mini fjölskyldunni. Þennan undirvagn ætlar Toyota svo einnig að nota fyrir einhvern sinna bíla. Hugmyndin af nýjum og agnarsmáum Mini er ekki ný af nálinni en slíkur bíll var kynntur fyrir 4 árum á bílasýningunni í Genf og kallaður þar Mini Rocketman. Mini hefur allar götur síðan þá hummað af sér smíði þess bíls og hefur greinilega leitað í nokkurn tíma samstarfs við annan bílaframleiðanda við þróun hans til að minnka kostnað. Nú er hann fundinn og í sjálfu sér eðlilegt framhald af samstarfi við Toyota með smáa sportbílinn.
Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent