Sonur Snoop Dogg spilar fyrir erkifjendur uppáhaldsliðs föður síns Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. febrúar 2015 22:30 Cordell Broadus og Calvin Broadus yngri (Snoop Dogg). vísir/getty „Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Ég stend 1.000 prósent með honum og mun nú henda USC-nærbuxunum mínum,“ sagði rapparinn Snoop Dogg við ESPN í dag eftir að sonur hans valdi sér háskóla til að spila amerískan fótbolta fyrir. Í dag völdu bestu leikmenn menntaskóla Bandaríkjanna sér háskóla til að spila fyrir, en Cordell Broadus, sonur Snoop Doog, var merktur sem fjögurra stjörnu útherji og sá 26. besti í Bandaríkjunum. Margir bjuggust við því að Cordell myndi velja USC-háskólann (University of Southern California) sem er mikið stórveldi. Ekki síst vegna þess að faðir hans er gríðarlegur stuðningsmaður USC og missir helst ekki af leik. Mörg frábær háskólalið á borð við Arizona State, LSU, USC, Florida State, Nebraska, Miami og Notre Dame voru á eftir Cordell sem gæti átt framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Það kom mörgum á óvart þegar Cordell valdi ekki USC og enn óvæntara var að hann valdi annan skóla í Los Angeles. Hann kaus á endanum að taka við háskólastyrk hjá UCLA (University of California). Þetta gæti í rauninni ekki verið mikið verra fyrir greyið Snoop Dogg því UCLA spilar í hinni sterku PAC-12 deild með USC. Þó hann hafi sagst í dag ætla að styðja strákinn að fullu þarf hann að taka stóra ákvörðun um hvort liðið hann styður þegar þau mætast næsta vetur.Cordell Broadus, (#130 in #ESPN300, #14 WR), son of @SnoopDogg, commits to @UCLAFootball #SigningDay pic.twitter.com/6GpxFnL5e3— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015 "I'm gonna back him up 1000% and throw out my USC drawers" - @SnoopDogg on his son's decision #SigningDay pic.twitter.com/9tUuUTXii1— ESPN CollegeFootball (@ESPNCFB) February 4, 2015
NFL Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira