Frá Eurovision til Haíti: Elín Sif kemur fram ásamt LOTV Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. febrúar 2015 13:14 LOTV og Elín troða upp á Café Haítí á morgun klukkan 21. Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta." Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Hin sextán ára söngkona, Elín Sif Halldórsdóttir, sem sló eftirminnilega í gegn í undankeppni Eurovision um síðustu helgi, syngur á tónleikum ásamt hljómsveitinni Lilly of the Valley á morgun. Tónleikarnir fara fram á Café Haiti og hefjast klukkan 21:00. Lilly of the Valley spilar svokallaða folk-skotna popptónlist og hefur vakið athygli fyrir líflegar melódíur og angurværa texta. Sveitin hefur verið dugleg að koma fram að undanförnu og gáfu út lagaþrennu í haust og sat sveitin samtals í 16 vikur á topplista Rásar Tvö. Sveitin var stofnuð fyrir Airwaves 2013 og hana skipa þau Tinna Katrín, Logi Marr, Mímir Nordquist, Hrafnkell Már og Leó Ingi. „Síðasta ár var frábært fyrir okkur í LOTV flokknum og við viljum byrja þetta ár á sömu nótum. Við spiluðum á ótal tónleikum síðasta ár og núna langar okkur að prófa staði sem við höfum ekki prófað áður. Þess vegna fannst okkur Café Haiti tilvalinn staður fyrir nýtt prógram. Nýtt efni og nýjar áherslur. Þetta er lítill og huggulegur staður og það er mikil nálægð við listamanninn þarna," segir Logi um tónleikana sem verða á morgun. Hann segir að þau í sveitinni hafi hrifist af Elínu, en Logi heyrði fyrst af henni fyrir skemmstu. „Ég heyrði af Elínu ekki fyrir svo löngu en hreifst af hennar stöffi. Tinna Katrín benti mér á hana áður en þetta Júró fjör byrjaði og við vorum sammála að þarna væri gott talent á ferð. Við höfðum bara samband við hana og buðum henni að opna fyrir okkur kvöldið og hún var heldur betur til í það. Mér finnst svo mikilvægt að við stöndum saman í þessu og hjálpum hvort öðru hér á þessum litla markaði. Hvet fólk allavega til þess að koma og hlusta."
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira